Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 136
139
Í síðustu heimsókn sinni í vímuveruleika dúkkuhússins, sem undir lok
skáldsögunnar hefur runnið saman við íbúð Kötu sjálfrar, bregður Kata
yfir höfuð sér skinngrímu nashyrningamannsins, rennur svo saman við
hann og fremur kynferðisglæp að því er virðist í hans líkama, eða endur-
lifir minningar hans.24 Hrottaskapurinn sem þessi draumavera sést beita
jafnt og þétt í verkinu er í senn birtingarmynd á skuggahliðum karlafor-
ræðis og vísbending um rætur þeirra úrlausna sem Kata virkjar þegar fram
líða stundir.25 Fyrirlitningin sem nashyrningamaðurinn lætur í ljós á þeirra
fyrsta fundi í garð samúðarhugtaksins hefur vægi hér, því ekki er nóg með
að Kata verði í raun að sleppa af því hendinni til að gerast hefnandi heldur
gefur samruni hennar við manninn undir lokin til kynna að þar með til-
einki hún sér að nokkru leyti hátterni hans.
Kalman gegnir öðru hlutverki í dúkkuhúsinu. Rómantísku klisjurnar
um fegurð heimsins sem einkenna málflutning hans – og standa í beinni
andstæðu við það sem fram fer innan veggja þessa undarlega húss – eru þar
vísbending. „Fátt er jafn óskiljanlegt og sumarhiminn. Heiðríkjan, golan
sem strýkur stráunum, en þó er ekkert til í veröldinni nema ástin“, getur
talist dæmigerð setning úr hans munni.26 Framkoma persónu sem svipar til
rithöfundarins Jóns Kalmans Stefánssonar var mikið rædd þegar skáldsag-
an kom út og ekki var laust við að sumum þætti Steinar Bragi vega nokkuð
harkalega að starfsbróður sínum.27 Að tengsl Kalmans/Jón Kalmans séu
ætluð og viljandi verður að teljast sennilegt í ljósi þess að Jón Kalman er
jafnframt uppáhaldshöfundur Kötu. Lestur skáldverka Jóns þjónar hlið-
stæðu hlutverki í lífi Kötu og bænastundirnar í Hvítasunnusöfnuðinum:
„jafnvel við að gægjast af handahófi í bækurnar fannst henni eitthvað lifna
24 Rætt hefur verið um bókmenntavísanir í verki Steinars Braga, einkum í samhengi
við dúkkuhúsið, þannig að ekki er úr vegi að minnast á Nashyrningana eftir Eugene
Ionesco í sambandi við nashyrningamanninn. Ekki er ólíklegt að höfundur hafi
leikrit Ionescos í huga öðrum þræði í lýsingum sínum á honum í skáldsögunni. Í
leikriti Ionescos eru nashyrningar táknmynd fyrir nasista/fasista og sýnt er hvernig
samfélagið verður hægt og rólega „nashyrnt“, fleiri og fleiri taka á sig nashyrn-
ingsform. Ganga má skrefinu lengra og benda á líkindi milli þess hvernig Ionesco
dregur upp mynd af samfélagi sem smám saman gengur samviskuleysinu á hönd
og því hvernig nauðgunarmenning er samofin okkar samfélagi.
25 Kaflinn þar sem Kata bregður yfir höfuð sér skinngrímu nashyrningamannsins er
lykilkafli í verkinu ef huga ætti að innbyggðri gagnrýni á aðgerðir hennar í síðari
helmingi skáldsögunnar og ofbeldið sem hún beitir.
26 Steinar Bragi, Kata, bls. 194.
27 Mikilvægt er þó að taka fram að í verki Steinars Braga er um vísun í skáldskap Jóns
Kalmans Stefánssonar að ræða, ekki persónu höfundarins.
STRÍð GEGN KONUM