Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 138
141
að Kalman Kötu vísi til menningarlegrar orðræðu er sveipar kaldranaleg-
an veruleikann fagurfræðilegum ljóma, valdhöfum og óbreyttu ástandi
til hagsbóta. Þegar Kata undir lok bókarinnar afhausar bæði Kalman og
nashyrningamanninn er hún að segja stjórntækjum feðraveldisins stríð á
hendur og limlestingin er í þeim skilningi grótesk hliðstæða hurðaskells
Nóru í Dúkkuheimilinu.
Kolbrjálaðar kuntur
Þá fer því fjarri að ofbeldi karla gegn konum einskorðist við kynferðis-
ofbeldi; víða í heiminum er algeng dánarorsök kvenna að karlmaðurinn
sem þær eiga í sambandi við ráði þeim bana.31 Um er að ræða hnatt-
rænt vandamál sem gegnumsýrir og eitrar samfélög upp að slíku marki
að Amnesty International hefur skorið upp herör gegn því sem einu mest
áríðandi réttinda – og lýðheilsufræðilega máli samtímans.32 Þá er heldur
ekki um nýtt málefni að ræða, eins og endurspeglast í aldarfjórðungs gam-
alli bók Marilyn French, en í The War Against Women (1992) bendir hún á
að ofbeldi karla gegn konum sé kerfisbundið í þeim skilningi að „það getur
ekki verið tilviljun að alls staðar í heiminum skaði annað kynið hitt með
svo ofsafengnum hætti að efast verður um geðheilbrigði þeirra sem þátt
taka í herferðinni“.33 Í verki sínu bendir French einnig á að aukin harka
hafi færst í yfirstandandi styrjöld karla gegn konum sökum brautargengis
kvenfrelsishreyfinga víða um heim. Þá velkist hún ekki í vafa um að líkt og
oftast í styrjöldum snúist stríð karla gegn konum um hagsmuni; verðmæta-
sköpun kvenna er geysimikil, þær vinna meira en karlar, en eiga nær enga
aðkomu að ákvarðanatöku um skipulag heimsins og brotabrot af auði hans
tilheyrir þeim.
31 Ýmsar rannsóknir á þessu hafa verið gerðar, og niðurstöður eru mismunandi
eftir því hvar í heiminum fæti er drepið niður og hversu aðgengileg gögn eru, en
úttekt WHO á „kvendrápum“ (e. femicide) er prýðilegur upphafsstaður fyrir lestur.
„Understanding and addressing violence against women: Femicide“. Skýrslan er
aðgengileg hér: http://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/77421/WHO_
RHR_12.38_eng.pdf?sequence=1.
32 „Violence against women“, sjá hér: https://www.amnesty.org.uk/violence-against-
women. Sjá um þetta ennfremur Catherine Itzin, Anne Taket og Sarah Barter
–Godfrey, Domestic and Sexual Violence and Abuse: Tackling the Health and Mental
Health Effects, London og New York: Routledge, 2010.
33 Marilyn French, The War Against Women, New York: Summit Books, 1992, bls.
18.
STRÍð GEGN KONUM