Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 143
146
inni er hafnað og færir þannig í orð sína hugsjón, sem hún telur réttláta.49
Hefndin sem Kata ræðir hér er auðvitað persónuleg en einnig má skilja
boðskap bókarinnar sem svo að eðlilegt sé að vega og meta réttarvitund
þá sem formfest er í lögum í ljósi þeirra sömu manngildishugsjóna og þau
segjast vernda. Standist þau ekki slíka skoðun eru þau ekki réttmæt. Saga
vestrænna þjóða er stráð glæpum sem með engu móti samræmdust meint-
um hugsjónum, en það hefur einnig verið kveikjan að ófáum byltingum.
Karlar sem skrifa um konur
Kötu var vel tekið af bókmenntagagnrýnendum haustið sem hún kom út og
framúrskarandi vel af sumum. Sigurlín Bjarney Gísladóttir batt enda á sína
umfjöllun á Hugrás með því að segja: „Vonandi á efnið eftir að vekja upp
mikilvæga umræðu og verða til þess að við breytum því ofbeldissamfélagi
sem við höfum skapað og svo neitað að horfast í augu við.“50 Kolbrún
Ósk Skaftadóttir tekur að vissu leyti undir orð Sigurlínar í Kvennablaðinu
þegar hún segir að „[m]enntaskólar landsins ættu að íhuga að hafa þessa
bók á námsskránni“.51 Í sama vefriti líkti Steinunn Inga Óttarsdóttir bók-
inni við „réttlátt reiðiöskur“.52 „Eftir situr maður/kona með rauða bók
í fanginu eins og blóðugar nærbuxur“, sagði Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
um lestrarreynsluna á Starafugli.53 Í umfjöllun sinni um bókina fyrir Ritið
skilgreinir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir strax hvar hún stendur, „Það
er rétt að segja það strax að ég elskaði Kötu.“54 Aðrir tóku kannski ekki
jafn djúpt í árinni og var Gauti Kristmannsson til að mynda gagnrýnni í
Víðsjá þótt hann hafi einnig hælt bókinni fyrir margt. Annan tón er hins
vegar að finna hjá Hermanni Stefánssyni í Kjarnanum en hann ræðir Kötu í
samhengi við bækur sem einkennast af „miðlungs jukki beint upp úr sam-
49 Sama heimild, bls. 337.
50 Sigurlín Bjarney Gísladóttir, „Kata og stríðið gegn konum“, Hugras.is, 5. nóvember
2014, sótt 22. mars 2018 af http://hugras.is/2014/11/ryni-kata-og-stridid-gegn-
konum/.
51 Kolbrún Ósk Skaftadóttir, „Að verja barnið sitt með kjafti og klóm“, Kvennabladid.
is, 6. nóvember 2014, sótt 22. mars 2018 af http://kvennabladid.is/2014/11/06/
ad-verja-barnid-sitt-med-kjafti-og-klom/.
52 Steinunn Inga Óttarsdóttir, „„Kona ársins““, Kvennabladid.is, 24. febrúar 2015, sótt
22. mars 2018 af http://kvennabladid.is/2015/02/24/kona-arsins/.
53 Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, „Eins og smjörsýra: Um Kötu Steinars Braga“, Stara-
fugl.is, 29. október 2014, sótt 22. mars 2018 af http://starafugl.is/2014/eins-og-
smjorsyra-um-kotu-steinars-braga/.
54 Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, „AKTA! – KATA! – HATA!“, Ritið 3/2014, bls.
255–267, hér bls. 256.
Björn Þór Vilhjálmsson