Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Qupperneq 149
153
Fáar rannsóknir eru til um þetta efni, en í erlendum rannsóknum hafa
skýringar gerenda á ofbeldi verið kannaðar til að meta hvað fær þá til
að brjóta á öðrum. Til dæmis hafa rannsakendur tekið viðtöl við dæmda
nauðgara sem sitja inni fyrir brot sín8 og ónafngreindir gerendur hafa sett
fram sínar eigin sögur á netinu.9 Útskýringar og réttlætingar gerendanna
varpa ljósi á sýn þeirra, en þær eru einnig mikilvægar af því að þeir sem
réttlæta brot sitt eru líklegri til að fremja annan kynferðisglæp innan árs.10
Skýringarnar sem gerendurnir gefa eru fjölbreyttar en algengt er að þol-
endum sé kennt um ofbeldið, til dæmis að þeir hafi dregið gerandann á
tálar og skipt um skoðun seinna, eða að áfengisneyslu þolanda sé um að
kenna. Þar að auki taka gerendaskýringar mið af útbreiddum samfélags-
legum viðhorfum til samskipta kynjanna og kynlífs, eins og að karlar þurfi
að eiga frumkvæði að kynlífi og að konur segi nei við kynlífi en meini í
raun já.11
Erlendar rannsóknir á skýringum þolenda á kynferðisofbeldi hafa hins
vegar skilað sundurleitum niðurstöðum. Árið 2014 leiddi ein slík rannsókn
meðal kvenkyns háskólanema í Bandaríkjunum í ljós að þolendur kyn-
ferðisofbeldis kenndu gerendunum sjálfum oftast um ofbeldið.12 Rannsókn
frá 2017 á svipuðum hópi sýndi aftur á móti að þolendur nauðgana kenndu
oftast sjálfum sér og samfélaginu um glæpinn, einnig teldu þeir ástæðuna
vera sérstakar aðstæður, en athyglisverðast var að þeir kenndu gerand-
anum sjaldnast um, raunar sögðu 52% þátttakenda að ofbeldið væri alls
ekki gerandanum að kenna.13
8 Anthony R. Beech, Tony Ward og Dawn Fisher, „The identification of sexual and
violent motivations in men who assault women: Implication for treatment“, Sex
Roles, 72: 11–12/2006, bls. 1635–1653, hér bls. 1638-9.
9 Tracy N. Hipp, Alexandra L. Bellis, Bradley L. Goodnight, Carolyn L. Brennan,
Kevin M. Swartout og Sarah L. Cook, „Justifying sexual assault: Anonymous
perpetrators speak out online“, Psychology of Violence, 7: 1/2017, bls. 82–90, hér bls.
82.
10 Rhiana Wegner, Antonia Abbey, Jennifer Pierce, Sheri E. Pegram og Jacqueline
Woerner, „Sexual assault perpetrators’ justifications for their actions: Relation ships
to rape supportive attitudes, incident characteristics, and future perpetration“,
Violence Against Women, 21: 8/2015, 1018-1037, hér bls. 1018.
11 Anthony R. Beech o.fl., „The identification of sexual and violent motivations in
men who assault women: Implication for treatment“, bls. 1635; Tracy N. Hipp o.fl.,
„Justifying sexual assault: Anonymous perpetrators speak out online“, bls. 84–87.
12 Carin Perilloux, Joshua D. Duntley og David M. Buss, „Blame attribution in sexual
victimization“, Personality and Individual Differences, 63/2014, bls. 81–86, hér bls.
83.
13 Sapanda D. Donde, „College women’s attributions of blame for experiences of
„ÞÚ VEIST ÞÚ VILT ÞAð“