Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 153
157
lesið og dregin út öll tilvik þar sem sett var fram einhvers konar skýr-
ing eða lýsing á ofbeldi. Bæði var leitað að tilvikum þar sem viðkomandi
sagði beinum orðum að eitthvað væri skýring, en einnig þar sem lýsingar
gáfu ákveðnar skýringar í skyn. Kosturinn við að horfa á báða flokka er sá
að lýsing á atburðum getur falið í sér ákveðna eignun án þess að hún sé
endilega beint orðuð sem skýring, út frá samhenginu. Þemagreining (e.
thematic analysis) var svo nýtt til að flokka og skapa heildstæða mynd af
skýringunum. Þemagreining felur í sér að skoða alla þá kóða sem dregn-
ir hafa verið út úr gagnasafninu, meta hvernig þeir eru líkir og ólíkir og
flokka þá saman í þemu.23 Skýringarnar sem fram komu í gagnasafninu
voru fjölbreyttar en greina mátti þrjú meginþemu: Skýringar sem beinast
að samfélaginu, að þolendum og að gerendum. Hér á eftir verður fjallað
um hvert þema fyrir sig og undirflokka þeirra, auk þess sem niðurstöðurn-
ar verða bornar saman við fyrri rannsóknir.
Samfélagslegar skýringar
Algengustu skýringarnar í færslum þolenda sneru að samfélaginu og að
því hvernig ákveðin viðhorf stuðli að ofbeldi. Í frásögnum þolenda komu
fram fjórar samfélagslegar skýringar á kynferðisofbeldi: Almenn neikvæð
viðhorf til kvenna, líffræðileg eðlishyggja (e. biological essentialism), réttindi
(e. entitlement) og hlutgerving (e. objectification). Fyrri rannsóknir hafa sýnt
að þeir sem brjóta kynferðislega á öðrum eru líklegri en aðrir til að hafa
neikvæð viðhorf til kvenna24 og að viðhorf dæmdra nauðgara til kvenna
skýringu ofbeldis, óháð því hvort hún var sett fram sem eigin skýring eða annarra.
Sjá meira um þessa aðferð í Johnny Saldana, The coding manual for qualitative
researchers, London; SAGE, 2015.
23 Þemagreining er eigindleg rannsóknaraðferð þar sem rannsakandi skoðar texta
og skipuleggur merkingu hans í þemu til að skilja innihaldið. Stephanie Riger og
Rannveig Sigurvinsdóttir, „Thematic Analysis“, Handbook of Methodological App-
roaches to Community Based Research, ritstj. Leonard Jason og David Glenwick, 2015,
bls. 33–41.
24 Antonia Abbey, Pam McAuslan og Lisa Thomson Ross, „Sexual assault perpetra-
tion by college men: The role of alcohol, misperception of sexual intent, and sex-
ual beliefs and experiences“, Journal of Social and Clinical Psychology, 17: 2/2001,
bls. 167–195; Antonia Abbey, Pam McAuslan, Tina Zawacki, Monique Clinton
og Philip O. Buck, „Attitudinal, experiential, and situational predictors of sexual
assault perpetration“, Journal of Interpersonal Violence, 16: 8/2001, bls. 784–807;
Joetta L. Carr og Karen M. VanDeusen, „Risk factors for male sexual aggression
on college campuses“, Journal of Family Violence, 19: 5/2004, bls. 279–289; Neil M.
Malamuth, Daniel Linz, Christoper L. Heavey, Gordon Barnes og Michele Acker,
„ÞÚ VEIST ÞÚ VILT ÞAð“