Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 154
158
eru sérstaklega neikvæð.25 Þar að auki hafa svokallaðar nauðgunarmýtur
(e. rape myths) verið mikið rannsakaðar, en þær fela í sér réttlætingar á
ofbeldi karla gegn konum eða að lítið sé gert úr því. Gerendur vísa gjarnan
til slíkra viðhorfa til að útskýra og réttlæta hegðun sína26 en karlar eru lík-
legri til að nauðga ef þeim finnst slík viðhorf vera ráðandi í samfélaginu.27
Neikvæð viðhorf gerenda til kvenna komu ítrekað fram í gagnasafninu.
Þessi afstaða var dæmigerð fyrir lestur þolenda á hegðun gerenda, sbr:
Hann kallaði mig tussu, hóru, ógeðslega, druslu... hans eign. Hann
sagði mér að ég ætti ekkert gott skilið, það myndi enginn hjálpa
mér.
Hér notar gerandinn niðurlægjandi orð til að uppnefna og lítillækka þol-
andann, sem hægt er að túlka þannig að það bæði endurspeglar afstöðu
hans og er hluti af ofbeldinu sjálfu. Í öðrum tilvikum koma fram viðhorf
sem fela ekki í sér eins augljósa kvenfyrirlitningu en eru samt sem áður
neikvæð, eins og til dæmis sú hugmynd að þegar konur segi nei við kynlífi
þá meini þær í raun já. Þessi afstaða er gerandanum því réttlæting á því að
brjóta á þolanda, þrátt fyrir mótmæli. Í gagnasafninu voru mörg dæmi um
þetta, en hér er eitt, þar sem þolandinn vitnar beint í gerandann:
„Þú veist þú vilt það“ Já, fyrirgefðu. Takk fyrir að láta mig vita eftir
að ég er búin að segja fimmtíu sinnum nei.
„Using the confluence model of sexual aggression to predict men’s conflict with
women: A 10-year follow-up study“, Journal of Personality and Social Psychology, 69:
2/1995, bls. 353–369; Andra Teten Tharp, Sara DeGue, Linda Anne Valle, Kat-
hryn A. Brookmeyer, Greta M. Massetti og Jennifer L. Matjasko, „A systematic
qualitative review of risk and protective factors for sexual violence perpetration“,
Trauma, Violence & Abuse, 14: 2/2013, bls. 133–167; Tina Zawacki, Antonia Abbey,
Philip O. Buck, Pamela McAuslan og A. Monique Clinton-Sherrod, „Perpetrators
of alcohol-involved sexual assaults: How do they differ from other sexual assault
perpetrators and nonperpetrators?“, Aggressive Behavior, 29: 4/2003, bls. 366–
380.
25 Anthony R. Beech o.fl., „The identification of sexual and violent motivations in
men who assault women: Implication for treatment“, bls. 1635.
26 Sama rit, bls. 1635–1653; sjá einnig Tracy N. Hipp o.fl., „Justifying sexual assault:
Anonymous perpetrators speak out online“, bls. 87–89.
27 Gerd Bohner, Frank Siebler og Jurgen Schmelcher, „Social norms and the like-
lihood of raping: Perceived rape myth acceptance of others affects men’s rape
proclivity“, Personality and Social Psychology Bulletin, 32: 3/2006, bls. 286–297.
Rannveig SiguRvinSdóttiR