Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 165
169
hafa gefið til kynna.57 Ekki nóg með það, heldur er einnig ætlast til þess
að konur berjist líkamlega gegn körlum, annars sé ekki um nauðgun að
ræða. Skýringar gerendanna á kynferðisofbeldi virðast flestar miða að því
að taka ábyrgðina af þeim (þeir ráði ekki við sig eða eigi rétt á þessu) og
að kenna þolendum um (vegna skorts á viðnámi eða áfengisneyslu). Það
er því mikil vægt að uppfræða ungt fólk og samfélagið í heild um þessi við-
horf og vinna markvisst gegn þeim, vegna þess að þau geta haft alvarlegar
afleiðingar, s.s. frekara ofbeldi og skömm.
Í frásögnum þolendanna í þessari rannsókn koma fram mörg af sömu
þemum og í fyrri rannsóknum á viðhorfum gerenda.58 Eitt af því sem
einkennir skýringarnar í færslunum er að þar setja þolendurnir fram
ákveðin viðhorf í þeim tilgangi að andmæla þeim. Þetta á bæði við um
viðhorf annarra og eldri viðhorf þolendanna sjálfra sem þeir hafa snúið
baki við. Dæmi um þetta er hugmyndin um að áfengisneysla þolandans
sé orsök ofbeldisins. Þessi aðferð, að setja fram skýringu gagngert til að
hafna henni, er ein leið þolendanna til þess að benda á og vinna gegn
skaðlegum ranghugmyndum. Þolendur geta því notað samfélagsmiðla til
þess að hafna eigin ábyrgð á ofbeldinu, sem áður hafði verið lögð á þá. Að
setja fram eigin sögu á þennan hátt er mikilvægur þáttur í baráttunni gegn
kynferðislegu ofbeldi.
Þessi rannsókn hefur ákveðnar takmarkanir. Í fyrsta lagi miðast gögnin
og greiningarnar við færslur sem voru settar fram á samfélagsmiðlum á
ákveðnu tímabili. Auðvitað er mögulegt að í gagnasafnið vanti einhverjar
færslur sem lúta að skýringum þolenda á kynferðisofbeldi. Það er því ekki
hægt að fullyrða að gögnin endurspegli viðhorf allra þolenda. Færslurnar
miðast líka við upplifun þolenda, þó þeir lesi gjarnan í hegðun annarra.
Beinar skýringar á ofbeldi komu aðeins fram í sumum færslum og mikið
af skýringum voru túlkanir á lýsingum þolenda. Eftir sem áður er hér um
að ræða fyrstu rannsóknina sem skoðar viðfangsefnið með þessari aðferða-
fræði og veitir mikilvæga innsýn inn í málefnið.
Kynferðisofbeldi er alvarlegt efni og skýringar á því varpa ljósi á sam-
félagslegt samhengi þess. Forvarnir og viðbrögð við ofbeldi þurfa að taka
mið af því að ofbeldi er ekki einangrað vandamál heldur tengist öðrum
57 Anthony R. Beech o.fl., „The identification of sexual and violent motivations in
men who assault women: Implication for treatment“, bls. 1642.
58 Tracy N. Hipp o. fl., „Justifying sexual assault: Anonymous perpetrators speak out
online“, bls. 82–90.
„ÞÚ VEIST ÞÚ VILT ÞAð“