Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 168
173
Hallgrímur Helgason
Um hinn sársaukandi sársauka
eða Persónur leiða höfund sinn til heljar1
Er nokkur tjáning án þjáningar? Er til það bókmenntaverk sem inniheldur
ekki dágóðan skammt af sársauka? Ég efast um það. Tökum bara Lólítu,
Stríð og frið, Grasið syngur, Dalalíf (hin íslenska Stríð og friður) eða nýlegri
bækur eins og The Underground Railroad, Lincoln in the Bardo og Einu sinni
var í austri. Í öllum þessum bókum er fólk þjakað af þjáningu, fast í ánauð
eða bugað af þröngsýnu umhverfi, þrælar sinna eigin sjúku kennda, syrgj-
andi látin börn, læst í þrúgandi hjónabönd eða þá að karakterinn er kvænt-
ur daðurdrós sem finnur sér nýjan elskhuga í hverri viku eins og Pierre,
hin stóra aðalpersóna Tolstojs.
Á uppvaxtarárum mínum sátu gömlu meistararnir gjarnan á Mokka.
Þetta voru ljóðskáld og þýðendur, spekingar og spékaupmenn, vel lesnir
menn og víðlesnir, píreygðir af pípureyk og þungbrýndir af visku; sjálfur
hæstiréttur íslenskrar menningar. Viðkvæði þeirra við nýjustu textum var
oftlega: „Það vantar alveg lífsháskann í þetta“. Var þetta tilvitnun í meist-
ara Stein Steinarr, mesta ljóðskáld Íslands á tuttugustu öld, hinn andlega
föður Mokka-meistaranna. Hann hafði í viðtali við Birting árið 1955 verið
spurður út í nýútkomna bók, Ljóð ungra skálda. Svar hans var á þessa leið:
„Í fljótu bragði virðist mér vanta lífsháskann í þessa bók. Menn verða ekki
mikil skáld nema því aðeins að þeir komist í mikinn lífsháska, séu leiddir
út undir högg eins og Þórir jökull eða flæði á skeri suður í Kópavogi eins
1 Textinn sem hér birtist var upphaflega fluttur sem fyrirlestur á alþjóðlegu ráðstefn-
unni Svipbrigði sársaukans (e. The Many Faces of Pain) sem haldin var 1.–3. sept-
ember 2017 í Háskóla Íslands. Að ráðstefnunni stóðu Stofa í hugrænum fræðum,
Háskóla Íslands, Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík og Hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands í samvinnu við Reykjavík – Bókmenntaborg. Markmiðið með ráð-
stefnunni var að leiða saman fræðimenn og rithöfunda sem hittast of sjaldan, fá
þá til að bera saman bækur sínar og efla þannig skilning á fyrirbærum sem flestir
þekkja af eigin raun.
Ritið 3/2018, bls. 173–179