Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 170
175
frá því að vera einn af góðborgurum Stratford-bæjar til þess að verða bæj-
arskömm, að líkindum vegna drykkju.
Fyrir tveimur árum þýddi ég Óþelló eftir Shakespeare, leikverk sem er
svo sannarlega hlaðið sársauka, sorg og djúpri klikkun. Samt sem áður
hafa þær línur sem fjalla um minnsta sársaukann lifað hvað sterkast með
mér. Þær eru úr fjórðu senu þriðja þáttar: Desdemóna reynir að skilja reiði
manns síns. Hennar skýring er sú að eitthvað pólitískt smámál hljóti að
hafa eitrað huga hans. Þegar menn séu uppteknir af stórum málum þá reyti
smáu málin þá til reiði. Hún segir við Jagó: „Varla þarf nema vægan verk í
fingri / til þess að hraustir limir okkar emji.“ Semsagt: Jafnvel smæsta sár í
okkar smæsta fingri getur fengið allan líkamann til að finna til á við þann
litla fingur. Aðeins þarf örlítinn verk til að trufla allt kerfið. „Brunnur“
sársaukans þarf ekki að vera stór.
Eins og flest allt úr penna Shakespeares er það komið beint af skepn-
unni, beint úr lífinu sjálfu, í þessu tilfelli beint af þeirri hönd hans sem stýr-
ir pennanum. Og eins og flestallt úr penna Shakespeares er um „sannindi“
að ræða. Öll höfum við lent í því að smáskurður á fingri spilli vinnudeg-
inum. Og þegar það gerist nú er ég minntur á þessar línur í Óþelló, er ég
minntur á hendur Shakespeares, og fyrir vikið verður sárið aðeins skárra.
Shakespeare er sannur læknir.
Þannig að bókmenntirnar hafa þá kannski einhvern lækningarmátt.
Kannski segi ég, því ég efast um að nokkur hafi hætt við sjálfsmorð eftir
að hafa séð Hamlet, en ætli við getum þó ekki sammælst um að með því að
fjalla um sársaukann geti bókmenntirnar hjálpað okkur að umbera hann,
gefið okkur færi á því að hugleiða hann, sem aftur auðveldi okkur að takast
á við hann. Hér kemur reyndar litli ljóti hégómaguðinn líka við sögu, því
bara sú staðreynd að líka hann, Shakespeare, hafi glímt við pappírsskurð á
fingri, fær okkar eigið sár til að lúkka vel.
Á undanförnum árum hafa bókmennirnar í auknum mæli snúið sér að
sársauka sprottnum af kynferðislegu ofbeldi og kynþáttahyggju. Flest þau
nýju verk hafa komið frá „nýjum svæðum“, úr fjarlægum löndum og/eða
úr heimkynnum minnihlutahópa eða ríki kvenna. Allt í einu er heimurinn
opinn fyrir þessum yrkisefnum, þau eru ekki lengur tabú. Heilu akrarnir
blasa við, alsettir sársaukablómum, frá Íslandi til Afríku, frá Afganistan til
Los Angeles. Allt í einu er hlustað á þúsund raddir, hinn dæmigerði met-
söluhöfundur okkar daga er svört kona frá Nígeríu sem hefur sjóðheita og
sársaukafulla síð-nýlendu-sögu að segja. Þessir nýju straumar hafa verið
UM HINN SÁRSAUKANDI SÁRSAUKA