Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 171

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 171
176 ærið velkomnir í vestrænum lestrarstólum, hvar sumir eru enn að melta og glíma við skáldsögu sem fjallar um þá ógurlegu sálarkvöl sem þjakar hinn vestræna hvíta miðaldra karlmann vegna þess að honum hefur enn ekki tekist að nauðga stúlkubarninu sem hann er svo ástfanginn af. Tabú eru til að fást við og rithöfundar hafa löngum dregist að þeim. Tabú eru tabú vegna þess að þau eru bæði full af sársauka og geta valdið sársauka. Í dag finnst okkur stundum eins og engin tabú séu lengur til, til- finningin er sú að öll viðkvæmustu mál plánetunnar hafi þegar verið tækluð á prenti. Það er auðvitað blekking. Það verður aldrei skortur á tabúum. Eins og áður sagði höfðu ritstörfin kennt mér að leita „lífsháskans“ og láta persónur mínar upplifa sársauka: Smám saman lærði ég að senda þær niður til heljar. En ég var alltaf að skrifa um skáldaðar persónur, alltaf að fjalla um sársauka annars fólks. Ég skrifaði aldrei um mitt eigið líf, vann aldrei beint úr eigin reynslu. Þegar ég hinsvegar skrifaði loks mína fyrstu sjálfsævisögulegu bók (Sjóveikur í München, sem lýsir einum vetri í lífi mínu 1981-82) var ég orðinn svo vanur því að leita „lífsháskans“ í lífi ann- arra og fylgja uppdiktuðum karakterum til helvítis að fyrr en varði hafði ég dröslað aðalpersónunni, Ungum manni, niður til heljar; persónu sem að þessu sinni var ég sjálfur. Aðferðin hjálpaði mér þannig við að grafa niður í mína eigin for- tíð og hér fann ég það sem má með sanni kalla „lífsháska“. Ég hafði þá kynnst honum, þrátt fyrir allt. Unglingslegt óþol gagnvart gömlu Mokka- meisturunum hafði einungis blindað mér sýn. Ég kom ekki auga á minn eigin háska. Það tók mig þrjátíu ár að horfast í augu við hann og opinbera þá staðreynd að ungum hafði mér verið nauðgað af ókunnum manni í ítalskri stórborg. Það tók mig þetta langan tíma að geta talað um það, skrifað um það. Ég hafði falið það svo djúpt í sál minni að það þurfti reyndan höfund til að grafa niður á það. Rithöfundurinn í mér sagði: Þar sem ÉG er að skrifa um versta vetur ævi ÞINNAR neyðist ég til að taka fyrir versta atburð hans, hann verður ekki undanskilinn. Þannig kom það til að ég skrifaði um þessa reynslu mína í skáldsögunni Sjóveikur í München sem kom út hjá JPV haustið 2015. Ég velti því stundum fyrir mér hvort ég hefði gert það ef ekki hefðu opnast hinir óþekktu akrar sársaukans og ég minntist áður á. Hérlendis höfðu líka svo margar hurðir opnast á undanförnum árum, frá Free the Nipple til Druslugöngunnar, og eru enn að opnast, nú síðast: #HöfumHátt og #metoo. Kannski hefði ég samt sem áður látið vaða, en kannski ekki. Ætli ég geti þó ekki sagt að með Hallgrímur Helgason
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.