Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 176
182
Í fyrsta lagi höfðu ýmis atriði úr skýrslu Mary Ellen Boyd lekið í fjölmiðla,
m.a. sú niðurstaða hennar að ásakanir á hendur Steven Galloway um kyn-
ferðisofbeldi væru tilhæfulausar; í annan stað hækkaði frægðarsól Atwood til
muna vorið 2017 þegar sýningar hófust á rómuðum sjónvarpsþáttum byggð-
um á sögu hennar, The Handmaid's Tale; og loks komst #MeToo-hreyfingin á
flug á Netinu þá um haustið. Þessi grein hefur því ekki síður vakið viðbrögð
og flokkadrætti en opna bréfið 2016 og umræðan hefur breiðst út fyrir landa-
mæri Kanada.
Ritstjórar og þýðandi
Ég er víst „vondur femínisti“. Ég get bætt því við aðrar sakir sem ég hef
verið borin síðan 1972, eins og það að ég hafi klifið til frægðar upp eftir
píramída úr afhöggnum höfðum karla (vinstrisinnað tímarit), að ég sé
drottnunarkvendi og staðráðin í að brjóta karlkynið á bak aftur (hægri-
sinnað rit, meira að segja með teikningu af mér í leðurstígvélum með svipu)
og að ég sé óféti sem geti – með galdramætti hvítrar nornar – tortímt hverj-
um þeim sem gagnrýnir mig við kvöldverðarborð í Toronto. Svona er ég
skelfileg! Og nú lítur út fyrir að ég sé komin í stríð við konur, eins og vænta
mátti af kvenhatandi nauðganamangara og vondum femínista eins og mér.
Hvernig skyldi góður femínisti líta út í augum ákærenda minna?
Grunnafstaða mín er sú að konur séu mannverur, færar um allan þann
skala frómrar og fólskulegrar breytni sem því fylgir, þar með talið glæpa-
verk. Þær eru ekki englar sem ekkert rangt geta gert. Ef svo væri þyrftum
við ekkert réttarkerfi.
Ég er heldur ekki þeirrar skoðunar að konur séu börn, ófærar um að
taka frumkvæði eða siðferðilegar ákvarðanir. Ef það væri svo, værum við
komin aftur á 19. öldina og konur gætu hvorki átt eignir, notað kreditkort,
stundað háskólanám, stjórnað barneignum sínum né kosið. Í Norður-
Ameríku eru valdamiklir hópar sem stefna í þessa átt en þeir eru yfirleitt
ekki taldir til femínista.
Þar að auki álít ég að til þess að konur geti notið borgararéttinda og
mannréttinda verði borgara- og mannréttindi að vera til staðar yfirleitt,
þar á meðal grundvallarréttarkerfi, alveg eins og það er forsenda kosn-
ingaréttar kvenna að almennur kosningaréttur sé til. Álíta góðir femínistar
að einungis konur eigi að hafa slík réttindi? Það er óhugsandi. Það væri
bara viðsnúningur á gamla fyrirkomulaginu þar sem karlarnir sátu einir að
þeim rétti.
MArgAret Atwood