Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 177

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 177
183 Gerum þá ráð fyrir að góðu femínistarnir sem ásaka mig og ég, vondi femínistinn, getum sammælst um ofangreind atriði. Hvar greinir okkur á? Og hvernig komst ég í þetta klandur gagnvart góðu femínistunum? Í nóvember 2016 skrifaði ég undir opið bréf undir yfirskriftinni UBC Accountable – rétt eins og ég hef af prinsípástæðum skrifað undir marga aðra undirskriftalista. Í þessu bréfi var kallað eftir því að Háskólinn í Bresku- Kólumbíu (UBC) axlaði ábyrgð á því að í meðferð sinni á máli Stevens Galloway, fyrrverandi deildarformanns ritlistardeildar, brást háskólinn hrapallega og það sama má segja um meðferð hans á þeim sem gerðust meðkærendur í málinu. Málavextir voru þeir að fyrir nokkrum árum gerði háskólinn málið opinbert í fjölmiðlum áður en rannsókn hafði farið fram og meira að segja áður en sá sem borinn var sökum fékk að vita nákvæm- lega hverjar sakargiftirnar voru. Áður en hann fékk að vita það varð hann að skrifa undir trúnaðarsamning. Almenningur – ég meðtalin – sat uppi með þau hughrif að þessi maður væri ofbeldisfullur raðnauðgari og öllum var frjálst að ráðast opinberlega á hann því að samkvæmt samningnum sem hann undirritaði var honum meinað að taka til varna. Fúkyrðahríðin lét ekki á sér standa. En síðan, eftir rannsókn dómara sem stóð mánuðum saman, þar sem skýrslur voru teknar af fjölda vitna, sagði dómarinn að það hefði ekkert kynferðisofbeldi átt sér stað, ef marka má yfirlýsingu frá Galloway sem lögmaður hans birti. Starfsmaðurinn var rekinn engu að síður. Það vakti furðu allra, líka mína. Starfsmannafélag háskólans lagði fram kæru sem enn er til meðferðar og meðan svo er fær almenningur ekki aðgang að skýrslu dómarans eða rökstuðningi hennar út frá framlögðum sönnunar- gögnum. Sumu fólki mislíkaði sýknudómurinn. Það hélt árásunum áfram. Það var um þetta leyti sem það fór að spyrjast út hversu gölluð málsmeð- ferð háskólans hafði verið og opna bréfið UBC Accountable varð til. Nú myndi sanngjörn manneskja stilla sig um að dæma um sekt eða sakleysi þar til skýrslan og sönnunargögnin lægju fyrir. Við erum fullorðið fólk. Við getum gert upp hug okkar á þennan veginn eða hinn. Þetta hefur alltaf verið afstaða þeirra sem skrifuðu undir opna bréfið. Þau sem gagn- rýna mig eru á öðru máli því þau eru þegar búin að gera upp hug sinn. Eru þessir góðu femínistar sanngjarnt fólk? Ef svo er ekki, þá eru þau bara að ala á þeirri ævagömlu bábilju að konur séu ófærar um sanngirni eða yfir- vegaða dómgreind, og um leið að gefa andstæðingum kvenna enn eina átyllu til að halda þeim frá áhrifastöðum í heiminum. Er ÉG VONdUr FEMÍNiSTi?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.