Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 181
187
Hlynur Helgason
Viðtökur á verkum
Þórarins B. Þorlákssonar
– Þáttur í þróun íslenskrar listfræði1
Árið 2017 voru 150 ár liðin frá fæðingu Þórarins B. Þorlákssonar list
málara, en hann er talinn meðal frumherja íslenskrar myndlistar. Hann
hélt fyrstu einkasýningu myndlistarmanns á Íslandi og er meðal fyrstu
starfandi myndlistarmanna hér á landi. Ferill hans sem myndlistarmanns
hófst um aldamótin 1900 og stóð yfir í um aldarfjórðung. Á meðan hann
lifði naut hann virðingar, bæði sem myndlistarmaður og sem virkur þátt
takandi í íslensku listalífi. Viðtökur verka hans voru þó misjafnar á meðal
samtímamanna hans. Umfjöllun um verk hans var ekki mikil eftir að hann
lést en þegar líða fór á öldina jókst áhugi á verkum hans á ný.2 Björn Th.
Björnsson fjallaði ýtarlega um hann í listasögu sinni3 og áhugi á verkum
Þórarins jókst til muna eftir að fyrsta yfirlitssýningin var haldin á verk
um hans í tilefni af 100 ára afmæli hans árið 1967.4 Á níunda áratugnum
jókst áhugi á alþjóðavettvangi á norrænni myndlist frá síðari hluta nítjándu
aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Í því samhengi vöktu verk Þórarins
áhuga á ný og þá voru tilraunir gerðar til að skilgreina þau í samhengi
samtímamanna hans í Evrópu og á Norðurlöndunum.5 Allt til dagsins í
1 Ég vil hér í upphafi þakka tveimur ónafngreindum ritrýnum fyrir vandaða skoðun
á grein þessari, þar sem þeir gagnrýndu bæði rökræna framsetningu og bentu á efni
sem gæti nýst í þessari skoðun.
2 Júlíana Gottskálksdóttir, „Þórarinn B. Þorláksson og Ásgrímur Jónsson“, Íslensk
listasaga: frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, 1. bindi: Landslag, rómantík og
symbólismi, ritstj. Ólafur Kvaran, Reykjavík: Listasafn Íslands og Forlagið, 2011,
bls. 76–121, hér bls. 83.
3 Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld: drög að sögulegu yfirliti, bindi
I, Reykjavík: Helgafell, 1964.
4 Selma Jónsdóttir, Þórarinn B. Þorláksson 1867–1967, sýningarskrá, Reykjavík:
Listasafn Íslands, 1967, bls. 3.
5 Kirk Varnedoe, ritstj., Northern light: realism and symbolism in Scandinavian painting,
1880–1910, sýningarskrá, New York: Brooklyn Museum of Art, 1983.
Ritið 3/2018, bls. 187–215