Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 183
189
Grundvöllur umræðunnar
Rætur umfjöllunar um list Þórarins liggja í jarðvegi nítjándu aldar og því
umróti sem átti sér stað í listsköpun fram á þá tuttugustu. Til að lýsa þessu
umróti þarf að grípa til hugtaka eins og klassíkur, rómantíkur, realisma,
natúralisma, módernisma og avant-garde. Hugtök þessi eru menningar
lega tengd ákveðnum tímabilum og stefnum í nútímalistinni, allt frá síðari
hluta átjándu aldar. Þau eru flest einnig notuð í daglegri umræðu og fá
þar oft afleidda og víðari merkingu. Klassík er notað yfir afstöðu í mynd
list sem, fyrir áhrif upplýsingarstefnunnar, rís upp á síðari hluta átjándu
aldar og leitar fyrirmynda til bæði endurreisnar og fornrar listar Grikkja
og Rómverja. Með því að leita til sígildra og algildra fyrirmynda fegurðar
átti klassíkin að skapa grundvöll fyrir upplýsandi list, nokkuð sem hæfði
hugmyndum manna um borgaralegt samfélag til að leysa spillt aðalsveld
ið af hólmi.7 Rómantík kemur fram í upphafi nítjándu aldar, sem andsvar
við klassíkinni. Í rómantísku stefnunni var lífleg pensilskrift og kraftmikil
litanotkun nýtt til að upphefja og dramatísera myndefni sem, ólíkt því
sem átti við um klassíkina, byggði á samtímanum.8 Þessir þættir, að leggja
áherslu á sértækt og nálægt myndefni í stað algildra hugmynda klassíkur
innar, leiddu til þess að listamenn fóru í auknum mæli að leggja áherslu á
samfélagslega sérstöðu þjóða og landsvæða. Myndir sumra listamanna, í
löndum eins og Þýskalandi og Bandaríkjunum, urðu því táknmyndir fyrir
hugmyndir um þjóðerni; þær mátti túlka sem þjóðernisrómantík.9 Hugtakið
realismi á rætur sínar í síðrómantískri samfélagsumræðu um miðja nítj
ándu öldina. Realistar leituðust við að láta myndir sínar birta sannleikann
um stéttarstöðu fólks og þá mismunun sem átti sér stað í samfélaginu.
Myndirnar áttu því að túlka raunverulegar aðstæður í samfélaginu, en ekki
bara ásýnd hlutanna.10 Það er á sama tíma sem hugmyndir um natúralisma
koma fram. Hér er átt við list sem stofnanir þjóðfélagsins viðurkenndu,
list sem leysti af hólmi klassískt sögumálverk upp úr miðri nítjándu öld og
7 Fyrir nánari útleggingu á þessu, sjá umfjöllun Thomas Crow: „Patriotism and
virtue”, Nineteenth century art: A critical history, ritstj. Stephen F. Eisenman, Lond
on: Thames and Hudson, 1994, bls. 14–50, hér bls. 14–15.
8 Thomas Crow, „Classicism in crisis: Gros to Delacroix“, Nineteenth century art,
ritstj. Stephen F. Eisenman, bls. 51–77, hér bls. 51.
9 Brian Lukacher, „Nature historicised: Constable, Turner, and romantic landscape
painting“, Nineteenth century art, ritstj. Stephen F. Eisenman, bls. 115–143, hér bls.
137–138.
10 Stephen F. Eisenman, Nineteenth century art, bls. 206.
VIðTöKUR Á VERKUM ÞÓRARINS B. ÞoRLÁKSSoNAR