Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 184
190
byggði á samsvörun við veruleika samtímans. Natúralísk list liggur því á
milli klassíkur og realisma; hún átti að vera trú ásýnd hlutanna eins og þeir
blöstu við listamanninum sem einstaklingi, en án þess að leggja áherslu á
hugmyndafræðilegar forsendur sem lágu að baki þeim. Sem viðurkennd
stofnanalist þjónaði natúralisminn því að festa í sessi viðvarandi ástand
þjóðfélagsins.11
Það er úr þessum forsendum nítjándu aldar hugmynda sem bandaríski
listfræðingurinn Stephen F. Eisenman setur fram kenningu sína um að
nútímalistin hafi í grundvallaratriðum tekið á sig þrjár ólíkar en tengdar
myndir. Í fyrsta lagi er viðurkennd stofnanabundin list, sem er forveri
fjöldamenningar; list sem verkar til að staðfesta almenna ímynd viðvarandi
ástands. Í öðru lagi skilgreinir Eisenman avant-gardelist sem andófslist sem
á sér stað þegar listamenn sýna viðleitni til að taka sér völd á krepputím
um, á tímum þegar valdakerfið sýnir veikleika eða riðar til falls. Þá skapast
svigrúm fyrir róttæka framúrstefnulist, eins og í tilviki póst-impressjónisma.
Í þriðja lagi eru listamenn sem draga sig í hlé frá pólítískri umræðu, sem
hvorki vinna að því að styðja viðvarandi ástand né vinna markvisst gegn
því. Þetta er einkenni módernisma að mati Eisenmans.12 Undir lok nítjándu
aldarinnar, sem sagt við upphaf ferils Þórarins, einkenndi þetta módern
íska viðhorf list symbólista, meðal annars á Norðurlöndum.
Verk Þórarins í spegli samtíðar sinnar
Þegar dró að lokum sjö ára námsferils Þórarins í Kaupmannahöfn, um
aldamótin 1900, hélt hann sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík, á myndum
sem hann vann út frá myndefni frá Þingvöllum. Um var að ræða fyrstu
eiginlegu málverkasýninguna á Íslandi. opinber viðbrögð við sýningunni
í blöðum voru ekki mikil, en þó birtist vinsamleg gagnrýni ónafngreinds
höfundar um sýninguna í tímaritinu Ísafold. Höfundur telur að með tíman
um komi myndirnar til með að verða einhvers virði, þótt það komi einnig
fram að menn kunni ekki enn að meta þær. Hann hrósar Þórarni sérstak
lega fyrir val á myndefni: „»yrkisefnið«, landsins frægasti sögustaður, með
fágætri, margháttaðri og tilkomumikilli náttúrufegurð, er hið ákjósanleg
11 Sama rit, bls. 235–237.
12 Sama rit, bls. 190–191. Hér þarf að taka fram að lítið samkomulag er um skilgrein
ingu á módernisma og avantgardelist. Kenning Eisenmans er hins vegar, að mínu
mati, ágætis tilraun til að skilgreina þessar ólíku áherslur, verkfæri sem hentar vel
fyrir þá greiningu sem hér er unnið með.
Hlynur Helgason