Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 189
195
Árið 1963 var gefið út ritverk eftir Björn Th. Björnsson sem ætlunin
var að yrði íslensk listasaga, Íslenzk myndlist. Þetta var í fyrsta sinn sem list
Þórarins er tekin fyrir og túlkuð á ýtarlegan hátt. Björn rekur feril hans
og verk í tveimur köflum bókarinnar. Fyrst lýsir hann ævi hans og náms
ferli. Hér liggja til grundvallar forsendur fyrir því að íslensk málaralist átti
loksins möguleika á að þróast. Björn telur að menningarlegur bakgrunnur
Þórarins hafi verið of veikur til þess að hann gæti meðtekið nýjustu hug
myndir um nútímalist: „Áhugi hans [Þórarins] á landslagslist hafði þegar
verið vakinn, ekki sízt af íslenskum skáldskap, en hinsvegar var ekki við
því að búast, að hann gæti forsendulaust tileinkað sér nýrri og djarfari við
horf.“27 Björn ræðir um ástæður þess að Þórarinn hafði ekki meiri metnað
en svo en að sækja skóla danska málarans Haralds Foss. Björn segir Foss
hafa haldið sig „fast við þyngslalegan og hálfrómantískan natúralisma“ og
verið „einn helzti fulltrúi þess meðalvegs í danskri list“.28 Að mati Björns
var Þórarinn ekki þess umkominn að ná lengra í sjálfstæðri listhugsun en
lærimeistarinn, og það þrátt fyrir að samnemendur Þórarins hafi, að sögn
Björns, tileinkað sér „hver af öðrum lærdóma impressionismans“.29 Um
Þingvallamyndir Þórarins segir Björn að þær sýni:
greinileg áhrif frá litþungum natúralisma Foss. Staðlitirnir eru
blæbrigðalausir, nema hvað hann reynir að bregða yfir landslag
ið rómantískri slikju með sætlegum, fjólubláum íauka í fjöllin og
rauðbleikri bryddingu skýjanna, án þess þó að sú birta hafi nokkur
gagntæk áhrif á landslagið í heild. Hér virðist því fremur vera um að
ræða tillærð áhrifameðul en persónulega innlifun.30
Björn telur því þessi fyrstu verk Þórarins vera ósjálfstæðar stælingar á
akademískum ‘hálfrómantískum natúralisma’ lærimeistarans. Jafnvel þar
sem Þórarinn bregður út af litþungum stíl meistarans, eru þeir tilburðir
‘sætlegir og rómantískir’ og í heildina ófrumlegir. Hér undir er krafa um
móderníska hugsun, í ætt við það sem við sáum hjá Gunnlaugi Scheving,
þar sem æskileg list hefur tileinkað sér „lærdóm impressionismans“.
Síðar í Íslenzkri myndlist tekur Björn Th. list Þórarins fyrir á ný og
rekur þar feril hans frá því hann kemur alkominn heim frá Danmörku árið
27 Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld, bls. 57.
28 Sami staður.
29 Sami staður.
30 Sama rit, bls. 57–58.
VIðTöKUR Á VERKUM ÞÓRARINS B. ÞoRLÁKSSoNAR