Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 193
199
Afstaða Ziers er sú að myndlist Þórarins sé að miklu leyti nátengd hug
myndafræði fyrri hluta nítjándu aldar, sem einhvers konar samsuða klass
íkur og rómantíkur. Zier er sammála Hjörleifi um að Þórarinn tengi listina
við fortíðina., en ekki á jákvæðan hátt; list Þórarins sé ekkert annað en
endurvinnsla eldri hugmynda. Hjá Zier er Þórarinn andstæður póll við
samtímamenn sína, þá Ásgrím Jónsson og Jón Stefánsson, fulltrúi úreltrar
myndgerðar nítjándu aldarinnar. Þar með höfðu aðrir íslenskir listamenn
viðmið til að berjast gegn, einmitt vegna þess að Þórarinn hafði gefið tón
inn. Hjá þeim, segir Zier, er: „Hin umdeilda harmonia […] leyst upp í
litfagnað hástemmdra tilfinninga, heiftugra geðhrifa expressionismans.“47
Þórarinn er samkvæmt þessu grunnpunktur íslenskrar listasögu, risaeðlan
sem aðrir geta gert uppsteit gegn, einskonar forsenda fyrir avantgarde
hugmyndir annarra.
Ævisagan árið 1982
Árið 1982 var ævisaga Þórarins gefin út og fjallaði Valtýr Pétursson þar
um verk hans. Valtýr tekur í upphafi fram að Þórarinn hafi átt margt sam
eiginlegt með dönskum samtíðarmönnum sínum. Þar nefnir hann sérstak
lega Vilhelm Hammershøi, sem hafi til að bera svipaða kyrrð og einkenni
fyrstu verk Þórarins. Þó finnst honum stíll Þórarins í heildina vera sjálf
stæður, þannig að honum verði „hvergi brugðið um eftiröpun eða stæl
ingar“.48 Valtýr greinir í kjölfarið nokkur verk Þórarins. Um Dætur mínar
við heyvinnu að Hamrahlíð frá 1909 tekur Valtýr fram að þar sé: „að finna
mjög sérkennilegt samspil brúnna og blárra tóna […] og þannig verður til
í hluta myndarinnar einhver impressionistisk dreifing ljóss og litar.“49 Hér
fer Valtýr aðra leið en flestir fyrirrennarar hans – í stað þess að túlka bláa
og brúna tónana sem endurvarp danskættaðrar rómantíkur leggur hann
áherslu á að litabeitingin sé bæði óvenjuleg og frjálsleg, í anda impress
jónisma. Hér má segja að módernistískar hugmyndir Valtýs og myndlist
aruppeldi í anda Gunnlaugs Scheving ráði nokkuð för; áherslur í túlkun
hans snúast um liti og form. Um Áningu frá 1910 þykir Valtý málarinn
ná að „gefa áhorfandanum hlutdeild í tilfinningum sínum og skilningi á
47 Sama rit, bls. 43.
48 Valtýr Pétursson, „Bláminn hans Þórarins …,“, Þórarinn B. Þorláksson, ritstj. Guð
rún Þórarinsdóttir og Valtýr Pétursson, Reykjavík: Helgafell, 1982, bls. 49–62, hér
bls. 54.
49 Sama rit, bls. 56.
VIðTöKUR Á VERKUM ÞÓRARINS B. ÞoRLÁKSSoNAR