Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 198
204
fyrst Þingvallamynd Þórarins frá árinu 1900 þar sem hann beinir athyglinni
að því hvernig Þórarinn einfaldar flókinn veruleikann á stórbrotinn hátt.
Hér þykir honum heildaratriðin í stíl Þórarins strax birtast, þar sem ein
faldaður litaskali blárra og brúnna tóna og einföldun forma skapar sterka
heildarmynd. Honum þykir Þórarinn eyða merkjum um mannlíf með því
að draga úr vægi bygginganna sem þó birtast í myndinni. Hestana telur
hann jafnframt gerða ópersónulega, þannig að þeir fái formrænt hlutverk
í myndinni til jafns við steinana og trén. Taylor túlkar verkið Sólsetur við
Tjörnina á svipaðan hátt, sem dæmi um að Þórarinn hafi ekki áhuga á því
tilviljanakennda og tilfallandi, heldur reyni að ná til þess veruleika sem
liggur að baki hlutunum. Hann telur Þórarin draga úr öllum einkennum
um mannlíf í myndinni, þrátt fyrir að um borgarmynd sé að ræða. Þetta
álítur Taylor vera afar áberandi ‘findesiecle’einkenni á list Þórarins.
Hann líkir þessari afstöðu hans við symbólskar landslagsmyndir sam
tímamanna hans, hins sænska Eugene Janssonar og hins norska Edvards
Munch. Þannig telur Taylor að Þórarinn birti í myndum sínum sterkar
hugmyndir um symbólska sýn, jafnvel þótt afstaða hans horfi á „einbeittan
hátt aftur á við allt til enda ævi hans“.62
Það má vera að það sé fyrir áhrif þessarar nýfengnu athygli á norrænu
landslagi að Kjarvalsstaðir stóðu árið 1993 fyrir yfirlitssýningu á íslenskri
landslagslist frá 1900 til 1945. Kristín G. Guðnadóttir ritar texta í sýn
ingarskrá og ræðir þar Þingvallamyndir Þórarins og endurtekur þar ýmis
þemu sem voru kunn um þessi verk:
Þó að hann lýsi birtu náttúrunnar var hann ekki að túlka stundar
hrif, heldur sá hann náttúruna sem tákn fyrir æðri heim, opinberun
sem maðurinn hefur möguleika á að taka þátt í. Þessi upphafna ró,
sem einkennir verk hans, og einnig dulúðug túlkun hans á hinni
íslensku sumarnótt gefur vísbendingu um tengsl verka hans við þá
táknhyggju er greina mátti í verkum ýmissa norrænna listamanna
um aldamótin.63
Þótt Kristín vísi hvorki í skrif Rosenblums eða Varnedoes tengjast
hugmyndir þeirra túlkun hennar á verkum Þórarins; annarsvegar má sjá
einkenni Rosenblums í hinni háleitu trúarlegu opinberun sem Kristín les
62 Sama rit, bls. 94.
63 Kristín G. Guðnadóttir, „Landið er fagurt og frítt …“, Íslenskt landslag 1900–1945,
sýningarskrá, Reykjavík: Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, 1993, bls. 6–23, hér
bls. 8.
Hlynur Helgason