Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 202
208
íslenskrar myndlistarhefðar.“77 Þessa myndlistarhefð tengir Auður, ekki
ósvipað því sem Bera Nordal og Emily Braun gerðu, við sjálfstæðisbar
áttuna; hún telur að baráttan fyrir sjálfstæði hafi fyrst hlotið myndræna
táknmynd sína í landslagsmálverkum í upphafi tuttugustu aldar:
Upphaf myndlistar á Íslandi var samhliða aukinni meðvitund meðal
þjóðarinnar sem leiddi til baráttu fyrir sjálfstæði undan erlendum
(dönskum) yfirráðum. Ídealíseríng náttúrunnar í verkum frumherja
íslenskrar listar er afleiðing af þjóðernissinnaðri rómantískri bar
áttu fyrir sjálfstæði og kristallast í fjölda auðgreinanlegra náttúru
tákna.78
Það er að skilja á Auði að það hafi verið fyrst með uppgangi íslensks
landslagsmálverks í upphafi tuttugustu aldar sem þjóðernishyggjan og
sjálfstæðisbaráttan eignaðist raunhæf myndræn tákn. Það þarf því ekki að
felast í þessari hugmynd að málverk Þórarins hafi í upphafi verið þjóðern
issinnuð; þau hafi hins vegar verið skilin þannig í því myndræna tómarúmi
sem sjálfstæðisbaráttan bjó við, eða eins og Auður leggur út frá þessu þá
var: „að mála landslag … næstum samheiti yfir hollustu við þjóðina.”79
Helsta og mest áberandi táknið sem Auður nefnir í þessu samhengi, sem
tákn um sjálfstæðisbaráttu og þjóðhollustu, er víðáttan: „Með nokkurri
listsögulegri einföldun má segja að viðfangsefni brautryðjendanna hafi
verið fjarlægðin eða víðáttan.“80 Hér túlkar hún hið víða sjónarhorn og
fjarlægðina, sem einkennir sumar myndir Þórarins, sem tákn um þjóðlega
aðgreiningu og sérstöðu. Það er áhugavert að sjá hvernig hún túlkar þetta
tákn á margbreytilegan hátt; það er trúarlegt og symbólískt, auk þess að
vera þjóðlegt. Í trúarlegu túlkuninni vísar hún til fyrri greiningar Gunnars
á list Þórarins: „Hið háleita og víða sjónarhorn yfirlitsmynda má samsama
þeirri reynslu að verða upphafinn frammi fyrir ómælisvíðáttu náttúrunnar,
verða eitt með henni og guði.“81 Symbólsku víddina sér hún hinsvegar á
áhugaverðan hátt sem merki um menningarlega fjarlægð hinnar nýju stétt
ar myndlistarmanna frá landinu sjálfu:
77 Auður Ólafsdóttir, „Visions of nature“, bls. 23.
78 Sami staður.
79 Sama rit, bls. 25.
80 Auður Ólafsdóttir, „Hið upphafna norður“, bls. 4.
81 Sami staður.
Hlynur Helgason