Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 207
213
hins staðbundna og óstaðbundna.“92 Í þessari túlkun hennar má sjá að
þótt heildaryfirbragð myndarinnar sé að mörgu leyti í ætt við rómantískar
áherslur fyrri tíma, þá yfirstígur Þórarinn þá vísun í því hvernig myndin
verður í auknum mæli persónuleg landslagslýsing. Þannig víkur hin sér
tæka, staðbundna túlkun landsins fyrir tjáningu á tilfinningunni sem lands
lagið vekur, án tillits til þess staðar sem myndin túlkar. Júlíana ítrekar þessa
nálgun í umfjöllun sinni um verkið Sólarlag við Tjörnina / Septemberkvöld í
Reykjavik, frá 1905: „Í heild sinni leiðir verkið hins vegar hugann frá hinu
staðbundna þar sem speglunin í vatninu myndar mótvægi við dramatískan
kvöldhimininn og ljær verkinu dýpt sem kallar fram tilfinningu fyrir því
sem er óháð stað og stund.“93
Niðurlag
Eins og við höfum séð, lágu rætur Þórarins í þjálfun á grundvelli dansks
natúralisma í bland við sjálfstæðar módernískar hugmyndir – norrænan
symbólisma sem afbrigði expressjónisma. Þetta er sá grunnur sem hann
byggir á í upphafi, natúralískar forsendur þar sem fljótlega kemur fram
persónuleg módernísk áhersla. Ytri aðstæður og metnaður knýja hann á
mótunarárum sínum á fyrsta áratug aldarinnar til þess að vinna með þjóð
legar forsendur, sem leiða til þess að verkin verða einskonar natúralísk
íslensk stofnanalist. Þórarinn er á þessum tíma óviss í tjáningu sinni vegna
þess honum finnst hann ekki geta fylgt hvöt sinni til sjálfstæðrar tjáningar.
Þetta átti hins vegar eftir að breytast upp úr 1916, þegar létti á kröfunni um
að hann birtist sem opinber þjóðlegur listamaður. Hér nær hann að endur
vinna eigin forsendur á ný og þróa með sér persónulegan módernískan
stíl. Það eru þessar sviptingar á ferli Þórarins sem hafa valdið þeim sem
fjallað hafa um hann í gegnum tíðina vandkvæðum. Þeir hafa átt erfitt með
að staðsetja hann og hafa þessvegna oft tengt hann, sem „frumkvöðul“,
við ákveðnar forsendur og hugmyndafræði um þróun íslenskrar mynd
listarsögu – oft án þess að sá túlkunarrammi ætti sér grundvöll í verkum
Þórarins og heildarferli.
Þegar við skoðum það hvernig fólk hefur metið list Þórarins, þá sjáum
við að í upphafi gætti tortryggni vegna þess að fyrstu verk hans sóru sig í
ætt við danskan natúralisma. Fram yfir miðja öldina voru þeir sem fjölluðu
92 Sami staður.
93 Sama rit, bls. 87.
VIðTöKUR Á VERKUM ÞÓRARINS B. ÞoRLÁKSSoNAR