Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Síða 210
217
Ástráður Eysteinsson
Jakobínuvegir
Tími, þjóð og dvalarstaðir
í verkum Jakobínu Sigurðardóttur
Erfitt er að hrista af sér þá kennd að eitthvað sé magnað og ævintýralegt
við það að stúlka sem óx úr grasi í einangraðri sveit á Hornströndum – stað
sem gæti virst alger andstæða þess umhverfis og þeirra aðstæðna sem oft
eru kenndar við nútíma – ætti eftir að standa í fremstu röð þeirra höf-
unda sem endurnýjuðu íslenska sagnagerð á sjöunda og áttunda áratug 20.
aldar.
Í endurminningabókinni Í barndómi hverfur Jakobína Sigurðardóttir
(1918-1994) aftur í gamla bæinn í Hælavík þar sem hún fæddist og ólst
upp. Hún segir frá „Borðinu“, með stórum upphafsstaf, enda er það „ekk-
ert venjulegt borð. Það er skápur með dýrgripum, bókum. Ofan á honum
er borð, hvít hefluð timburplata sem stendur út af honum á þrjá vegu,
svo hægt er að sitja við það.“ Á Borðinu stendur „týran hennar mömmu
að nóttunni“, en það þarf að spara olíuna og ósjaldan saknar dóttirin týr-
unnar þegar hún liggur andvaka, „stundum vegna myrkfælni og ofsafeng-
inna mynda hugarflugsins, stundum langar mig að skrifa eitthvað sem ég
ímynda mér að sé skáldskapur. Eða lesa bók, hálflesna bók.“ Í frásögninni
kveikir síðan minnið á birtunni:
Ég geng út að glugganum milli rúms mömmu og Borðsins, útsýn-
isglugganum til hafsins, til heimsins langt í burtu frá þessari vík,
sem mér er stundum svo óskiljanlega aðkreppt og einangruð. Ef
ekki væri víðátta þessa síbreytilega hafs, eins og opinn endalaus ver-
aldarfaðmur, nei ekki hugsa um slíkt, ekki á þessari stundu. [...] Ofan
við gluggann er hillan með forboðnu bókunum hans pabba, bókum
sem börn mega ekki lesa, ekki snerta.
Ritið 3/2018, bls. 217–236