Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 216
223
sagnalist.9 Þess vegna verður hér næst staldrað við sögu sem virðist um
flest hefðbundin á ytra borði, það er að segja upphafssöguna í fyrsta smá-
sagnasafni Jakobínu, Púnktur á skökkum stað, frá 1964. Sagan heitir „Þessi
blessaða þjóð“ og hefst með orðinu mamma. Það væri freistandi að segja
að fyrsta sagnabók Jakobínu hæfist með þessu þungvæga orði, en þá væri
maður að gleyma fyrstu bók Jakobínu, ævintýri (fyrir fólk á öllum aldri)
sem heitir Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur, en það
hefst á orðinu margir.10 En „margir“ er reyndar orð sem á vel við fyrr-
nefnda smásögu sem hefst svona: „– Mamma! Mamma! Það kemur bíll,
hrópar hnokkinn fjögra ára“. Móðir hans lítur þreytulega út um gluggann.
Það er aðeins einn maður í bílnum, svo ungur „að konunni finnst vafamál
að hann hafi ökuréttindi.“ „– Seztu, góði, segir gaman konan, blind, við
hnokkann“, á meðan móðir hans gengur til móts við gestinn.11
9 Ef litið er í svipsýn yfir þær tuttugu og þrjár smásögur sem er að finna í smásagna-
söfnunum þremur sem Jakobína birti, verður ljóst að þær einkennast af miklum
fjölbreytileika. Ef gripið er niður í safninu Sjö vindur gráar frá 1970, bók sem kann
að hafa fallið í skugga skáldsagnanna sem koma á undan og á eftir (Snörunnar og
Lifandi vatnsins – – –), þá má þar finna „Mammon í gættinni“ sem er um flest hefð-
bundin raunsæissmásaga. Sagan „Stef úr þjóðkvæði“ minnir mann hinsvegar á að
hefðin er margbreytileg; þar mæta lesanda ljóðrænir strengir tilfinningalífs sem eru
um sumt skyldir prósa Sigurðar nordals í Fornum ástum, sögum Huldu en einnig
stöku sinnum fyrstu sagnasöfnum Thors Vilhjálmssonar. Í sögunni „Elías Elíasson“
sleppir Jakobína beislinu af þeirri kímni sem hún annars þræðir jafnan fínlega
milli annarra þátta í verkum sínum. Hér sýnir hún áþreifanlega að galgopalegur,
gróteskur og jafnvel eilítið groddalegur húmor er ekki sérumdæmi karlhöfunda.
Um þessa sögu fjallaði Helga Kress í erindi sínu, „... eins og hún gæti stokkið út
úr orðunum“, á Jakobínuvöku sumarið 2018. Helga benti m.a. á að þessa lengstu
smásögu Jakobínu megi einnig flokka sem nóvellu.
10 Jakobína Sigurðardóttir, Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði Kotungsdóttur,
Reykjavík: Heimskringla, 1959, bls. 5. Á vef um Jakobínu og verk hennar segir
að þessi fyrsta bók Jakobínu hafi „gjarnan verið skilgreind sem ævintýri og hana
er helst að finna í barnabókahillum bókasafna. Hún er samt alls engin barnasaga,
heldur eins konar samsuða ævintýris, fornaldarsögu og goðsögu með beinum skír-
skotunum til pólitíkur og samfélags ritunartímans. Söguna má auðveldlega lesa sem
táknsögu fyrir sögu Íslands, þar sem deilt er hart á erlent konungsvald en jafnvel enn
harðar á hernám Breta og Bandaríkjamanna hér á landi.“ https://jakobinasigurdar-
dottir.wordpress.com/ritverk/aevintyri/ (ábyrgðaraðili er Ásta Kristín Benedikts-
dóttir; sótt 15. september 2018). Sjá einnig grein Ástu Kristínar Benediktsdóttur,
„Bókin sem týndist í barnadeildinni. Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilríði
Kotungsdóttur“, Spássían 4/2013, bls. 3–4.
11 Jakobína Sigurðardóttir, „Þessi blessaða þjóð“, Púnktur á skökkum stað, Reykjavík:
Heimskringla, 1964, bls. 7–28, hér bls. 7. Í eftirfarandi umfjöllun verður vísað til
verksins með blaðsíðutali í svigum innan meginmáls.
JaKOBÍnUVEGIR