Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Side 217
224
Í upphafi sögunnar, í örfáum hnitmiðuðum línum, eru þannig fjór-
ir einstaklingar kynntir til leiks – en jafnframt fjórar kynslóðir. Og ekki
að ófyrirsynju því að þessi saga, borin uppi af samtölum eins og fleiri
textar Jakobínu, fjallar um tímann. Ungi pilturinn, gesturinn, spyr konuna
eftir „bónda“ hennar og með því orði verður ljóst að sagan gerist í sveit.
Piltinum, sem er ættaður úr sveitinni en hefur flust á vit „hraðmenningar
tímans“, svo ég grípi orð úr ljóði eftir Jakobínu,12 er boðið í mat við eld-
húsborðið. Við erum aftur komin að borði í bæ og hefst nú dásamleg veisla
(þótt sjálfur kosturinn sé mjög alþýðlegur). Slíkar máltíðarsenur eru í sjálf-
um sér ekki sjaldgæfar í bókmenntum né heldur í kvikmyndum, en þær eru
vandmeðfarnar og iðulega látnar festa í sessi (við borðið) ákveðnar stað-
almyndir. Í meistarahöndum, eins og hjá Karen Blixen og Virginiu Woolf
– og Jakobínu – geta slík atriði hins vegar orðið að opinberun, hversu
hversdagsleg sem hún kann að virðast.13 Gamla blinda konan, móðir hús-
móðurinnar, kannast við afa og ömmu gestsins og vill fá að vita hvernig
aðkomumaður líti út. „Ertu steinblind, gamla?“ spyr ungi maðurinn og
hún segir að svo megi heita. „Er það ekki vont að vera svona?“ spyr hann
þá (9). Gamla konan áttar sig ekki á talsmátanum og hváir í átt til dóttur-
innar sem endurorðar spurninguna fyrir hana og færist síðan í æ stærra
þýðandahlutverk – verður aldursmilliliður sem reynir að tengja saman
kynslóðir sem skilja hvor aðra ekki vel í þessu tilviki.
Í ljós kemur að gamla konan er sagnasjóður. Hún er nafnlaus að vísu
– hún er sjálf einmitt „bara“ mamma og amma – en situr við borðið sem
einskonar Hómer hinnar umtöluðu aldamótakynslóðar sem ætlaði sér eitt-
hvað með Ísland, eiginlega áður en nútíminn knúði dyra að ráði – fólk
sem var í blóma lífsins árið 1918 – þegar Jakobína fæddist og Ísland varð
fullvalda ríki. Þetta fólk er bráðlifandi í huga sagnaþulunnar en ungi mað-
12 Jakobína Sigurðardóttir, „Á ferð um Hornstrandir 1943“, Kvæði, Reykjavík: Heims-
kringla, 1960, bls.12–15, hér bls. 14.
13 Hjá Jakobínu mótast máltíðin af hinum óvænta gesti en hún virðist samt vett-
vangur hversdagsleikans, ólíkt til dæmis veislunum í To the Lighthouse eftir Woolf
og Babettes Gæstebud eftir Blixen. Eftir að ég lauk við þessa grein las ég umfjöllun
arnheiðar Sigurðardóttur um skáldskap Jakobínu þar sem hún vitnar til orða
skáldsins um að aðferðir hennar við persónusköpun séu „aðferðir húsfreyju við
matartilbúning. – Þær eru mjög frumstæðar.“ En það býr sitthvað undir hinni
„frumstæðu“ persónusköpun Jakobínu sem og hversdagsleikanum í verkum hennar,
enda segir arnheiður að þessi orð Jakobínu hafi leitt huga hennar að orðum sem
Blixen leggur Babettu í munn um listamanninn sem þráir að bera sitt besta fram.
arnheiður Sigurðardóttir, „nokkrar íhuganir varðandi skáldskap Jakobínu Sigurð-
ardóttur“, Tíminn – Sunnudagsblað, 17. janúar 1971, bls. 35.
ÁstrÁður EystEinsson