Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Qupperneq 222
229
því sem hann hleri orð manns sem talar við annan í síma.22 Ágengni forms-
ins í Snörunni mótast einnig af því hversu stutt getur verið á milli hugsunar
og tals – og í rituðu eintali eða einræðu getur þessi munur horfið, líkt og
gerist með sínum hætti hjá þeim sem eiga það til að tuldra eitthvað fyrir
munni sér í einrúmi. Jakobína lagði sig sem fyrr segir mjög eftir bæði sam-
talinu og miðlun hugsunar í sagnaverkum sínum – og oftar en einu sinni
er þar vikið að hugsun sem „tali“ inn á við. Í einni smásögunni í bókinni
Vegurinn upp á fjallið segir um þrjár persónur að þær „mæli inn í hug sinn“
eða „tali inn í hug sinn“.23 Iðulega orkar textinn í Snörunni á lesanda – að
minnsta kosti þann sem hér skrifar – eins og „inntal“ sóparans, einæðistal
manns sem er fyrst og fremst að mæla inn í hug sinn. Öðrum þræði er því
sem lesandi fái aðgang að innbyggðu samtali manns sem er að vissu marki
klofinn og togast á milli sannfæringar og spurninga eða vangaveltna, en
reynir sem ákafast að útrýma eigin vífilengjum. Þar með sogast lesandinn
inn í hugsun sem læst vera í uppreisn gegn eigin undirlægjuhætti en bregð-
ur sér jafnharðan í stöðu fórnarlambs. Það skiptir máli í þessu samhengi
að Snaran er dystópísk framtíðarsaga um alþjóðafyrirtæki sem ber heitið
Hringurinn og hefur komist í yfirburðastöðu í samfélaginu, einnig gagn-
vart ríkisvaldinu. Þessi „hringur“ er eitt af mörgum formum „snörunnar“ í
sögunni og ef marka má viðbrögð sóparans óttast hann mjög sjónmál yfir-
manna fyrirtækisins, og eftirlitið reynist þó öflugra en hann óraði fyrir og
með því læsir fyrirtækið að lokum tryggilega klóm um hann.24
Er sóparinn þá undirsáti sem ástæða er til að finna til vorkunnar með, í
ljósi þess að við algert ofurefli er að etja? Á móti slíkum viðbrögðum vinn-
ur margt í miðlun sögunnar en lesandi deilir eftir sem áður þröngu rými
með sóparanum og rétt er að geta þess að í réttlætingu og varnarháttum
hans, svo fullir af óheilindum sem þeir eru, leynast ýmis lúmsk tengsl við
22 Á þetta bendir Dagný Kristjánsdóttir í „Árunum eftir seinna stríð“ í Íslenskri
bókmenntasögu, IV, ritstj. Guðmundur andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menn-
ing, 2006, bls. 633. Ásta Kristín Benediktsdóttir hefur í grein fjallað um einkenni
hins dramatíska eintals í Snörunni og rakið viðbrögð við sögunni og þessu meg-
ineinkenni hennar: „Dramatískt eintal í verksmiðju. Um Snöruna eftir Jakobínu
Sigurðardóttur“, Andvari, 2011, bls. 89–101.
23 Jakobína Sigurðardóttir: „Hvísl í grasi gróinnar slóðar –“, Vegurinn upp á fjallið,
Reykjavík: Mál og menning, 1990, bls. 21–22 og 25.
24 Það er athyglisvert að Snaran er að þessu leyti líkt og forboði skáldsögu sem kom
út löngu seinna (2013) og heitir einmitt Hringurinn, þ.e. The Circle á frummálinu.
Hún er eftir bandaríska höfundinn Dave Eggers og fjallar um örlög starfsfólks
upplýsingatæknifyrirtækisins Hringsins sem hefur það að markmiði að skapa algert
gagnsæi í samskiptum, einskonar „alsæi“, með vef- og sjónrænni tækni.
JaKOBÍnUVEGIR