Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 226
233
Húsasmíðar
Híbýlum hersins uppi á fjöllum hirðir Jakobína Sigurðardóttir ekki um að
lýsa, en meðal margra gersema sem hún skapaði og skildi eftir handa okkur
eru raunar tvö hús. Hér er ekki vísað til húsakynna hennar og Þorgríms
Starra í Garði í Mývatnssveit. Og ekki er heldur átt við það hvernig mörg
góð skáldverk eru líkt og hús með ýmsum vistarverum, eins og einnig má
segja um lífshúsið sem Pétur Pétursson ber á bakinu; rétt eins og ljóð eru
hús sem hreyfast, eins og Kristján Karlsson komst að orði.30 Hér er átt við
hús sem byggð eru með orðavefnaði, lýsingum, hreyfingum og samskiptum
persóna, mótun rýmis og vistarvera sem einnig raðast upp í huga lesandans
– hús sem verður fyrir vikið að minnsta kosti ígildi mikilvægrar persónu í
ritverki. Það sama getur reyndar átt við um aðra staði sem höfundar smíða
með ritlist sinni og rýmisbundinni mannlífssköpun og móta þar með einnig
skynjun lesandans. En hér er um að ræða hús, örlagahús sem viss hefð er
fyrir í bókmenntum og Jakobína smíðar á sinn hátt, með tvennu sniði þó.
Fyrst í skáldsögunni Dægurvísu, þar sem segja má að hún taki vissa áhættu
með persónugervingu hússins sem hýsir í senn persónurnar og söguna
sjálfa og verður um leið ákveðið ígildi borgarinnar, Reykjavíkur. En þessi
lífgerving hússins virkar; húsið verður sem náttúruheimur sögunnar – því
náttúran býr líka í borginni – en er jafnframt í senn virki, fangelsi og stað-
ur tengsla. nokkur hópur fólks býr í húsinu, á ólíkum forsendum, og þótt
sagan sé bundin við þennan afmarkaða stað og gerist öll á einu vordægri,
þá finnur lesandi þar ýmsa merkingarþræði íslensks þjóðlífs á umbrota-
skeiði. Einstakar vistarverur hússins eru á sinn hátt „klefar“ líkt og þeir
sem til umræðu voru fyrr í þessari grein; klefar einsemdar og angistar,
jafnvel nauðungar, en einnig afdrep vona og ástar. Vegir mannlífsins liggja
á milli þessara íbúa og borgarinnar úti fyrir, en einnig út á land, til sveita,
sem og suður á „Völl“ (semsé athafnasvæði bandaríska herliðsins) og raun-
ar til Bandaríkjanna, fyrirheitna landsins. Sími, útvarp, strætisvagn og hin
nýja lúxusvara, einkabíllinn, sjá einnig um þessi tengsl og þannig verður
húsið púlserandi merkingarmiðstöð skáldsögunnar.
En skilaboðin er ekki alltaf einhlít – og enn er freistandi að nota hug-
takið margröddun í því sambandi. Sagan dregur fram hvernig sjálfsmyndir
einstakra persóna, karla jafnt sem kvenna, verða fyrir hnjaski og stundum
áföllum. Svava, sú kona sem hefur sterkasta samfélagsstöðu í húsinu en
30 Kristján Karlsson, Hús sem hreyfist. Sjö ljóðskáld, Reykjavík: almenna bókafélagið,
1986.
JaKOBÍnUVEGIR