Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Page 228
235
víslegu minningar, heldur vill hún glöggva sig á öllum húsakynnum. Hún
kemur að útidyrunum. „En þá – þá rataði ég ekki lengra.“33 Hún áttar sig á
því að hún mun aldrei finna alla þá hluti, króka og kima sem áður voru svo
merkingarríkir, hún ratar ekki einu sinni um allt eldhúsið hennar mömmu.
En smám saman, á heillandi hátt, endurskapar hún þetta rými bernsk-
unnar fyrir lesandi augum okkar – og einnig þessi saga fjallar um tímann.
Við sjáum rangalann svokallaða sem var „byggður yfir bæjarlækinn svo
hægt væri að ná í vatn innanbæjar þegar snjór og ís lokuðu lækinn úti
[...]“ (20). Þarna er semsé lifandi vatnið – innanhúss. Rangalinn, vatnið,
húsið – þetta er einhverskonar flæðandi tímarými. annar en ólíkur farveg-
ur liggur um stigann upp á dyraloftið. Hann er þröngur. „Svo þröngur,
að ef maður reynir að stíga framhjá djúpu fótaförunum í miðjum stiga-
höftunum renna fætur manns samt niður í fótaförin. Þau eru djúp. Eins
og allir sem hafa fetað þennan stiga hafi gengið í sömu spor“ (47). Um
endurfundi Jakobínu við móður sína í húsinu mætti margt segja og sumt
snertir viðkvæma strengi. Á einum stað verður sögukonu orða vant og
skilur eftir handa lesandanum þankastrikið sem víða má sjá í sögum hennar,
oftast í Lifandi vatninu – – –, en fær hér alveg sérstaka áherslu: „Mamma –“
(77). Hugnæm eru einnig þau sterku skapgerðartengsl við föður sinn sem
hún vitnar um. Og af því að hún er að byggja bernskuhúsið sitt er við hæfi
að hún fari til fundar við bóndann og smiðinn föður sinn, í smíðaskúrnum
hans. Hún virðir fyrir sér rennibekkinn, heflana, lóðhamarinn, steðjann, og
skrúfstykkið sem henni stendur nokkur beigur af, en hún á ljúfar minningar
um hallamálið. „Síkvikur og lifandi er þessi dropi í glerinu, alltaf að reyna að
komast út. Kemst aldrei út. Kannski leiðist honum stundum, en varla mikið,
því hann á heima í glerinu“ (41). Ég sé listasmiðinn Jakobínu fyrir mér þar
sem hún handleikur hallamálið – og hún er líka dropinn í glerinu.
Ú T D R Á T T U R
Jakobínuvegir
Tími, þjóð og dvalarstaðir í verkum Jakobínu Sigurðardóttur
Í greininni er litið yfir höfundarverk Jakobínu Sigurðardóttur á aldarafmæli hennar
og rýnt í ýmsa þætti í skáldsögum hennar, smásögum, ljóðum og æskuminningum.
Hugað er að því hvernig höfundurinn sviðsetur tímann í textum sínum – tímann í
33 Í barndómi, bls. 5. Í eftirfarandi umfjöllun verður vísað til verksins með blaðsíðutali
í svigum innan meginmáls.
JaKOBÍnUVEGIR