Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Qupperneq 61
SIGRÚN ALBA SIGURðARDóTTIR
64
vaknar, klifrar upp úr rimlarúmi sínu og upp á borð og teygir sig út um
opinn glugga í átt að hvítum snjóflygsum sem falla mjúklega til jarðar. Í
þessu myndbroti vinnur Trier með hugmyndina um hið afgerandi augnablik,
hugmynd sem kenna má við aðferðafræði franska ljósmyndarans Henris
Cartier-Bresson. Hún felst í því að nota tæknina til að frysta eitt augnablik í
flæði tímans og gefa því merkingu sem hefur afgerandi áhrif á það sem koma
skal. Trier notar kvikmyndina hér því eins og ljósmynd sem ekki aðeins gerir
okkur fært að skoða veruleikann eins og afmarkaða mynd heldur einnig eins
og ljósmynd sem afbyggir andstæðuna milli veruleika og endurbirtingar
hans. Ljósmyndin er hvorki veruleikinn sjálfur né hrein endurbirting hans
en um leið er hún hvort tveggja. Hún leysir þannig upp andstæðuna milli
þess sem er og þess sem endurspeglar það sem er.15 Hún snertir veruleikann
ofurvarlega og vekur þannig upp tilfinningu fyrir því raunverulega hjá þeim
sem horfir á.
Hér koma kenningar heimspekingsins Henris Bergson einnig upp í hug-
ann en Bergson skrifaði um það hvernig heimurinn birtist okkur sem röð
afmarkaðra mynda en mynd í þessum skilningi er eitthvað sem er mitt á milli
þess að vera efnisveruleikinn sjálfur og endurbirting hans.16
Hugmyndir Bergsons um myndina sem skapar fjarlægð milli okkar og
efnisheimsins um leið og hún veitir okkur aðgang að honum í gegnum af-
markaða eða innrammaða sýn hljóma líkt og undirleikur við upphafsatriðið
í Andkristi. Atriðið birtist okkur eins og röð ljósmynda, hver hreyfing hefur
táknræna merkingu, barnið klifrar upp úr rúminu og fætur þess snerta gólfið
undurhægt við undirleik aríunnar „Lascia ch‘io pianga“ úr óperunni Rinaldo
eftir Händel, augnabliki áður en móðirin engist um af nautn og fætur henn-
ar rekast í fagurskapaða vatnsflösku, dropar falla varlega niður á gólf, barnið
snýr sér hægt í átt að glugga og virðir fyrir sér snjókorn sem falla mjúklega
15 Um þetta hef ég fjallað ítarlega í bókinni Afturgöngur og afskipti af sannleikanum,
Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 2009, sjá einkum bls. 54.
16 Henri Bergson, Matter and Memory, Nancy M. Paul og W. Schoot Palmer þýddu,
New York: Dover Publications, 2004. Bókin kom fyrst út á frönsku árið 1896 undir
titlinum Matière et mémoire. Franska hugtakið sem Bergson notar yfir mynd er image.
Þessar hugmyndir Bergsons um skynjun okkar á veruleikanum sem mynd hafa haft
töluverð áhrif á túlkun og skrif heimspekinga um kvikmyndir á síðari árum og má í
því sambandi nefna greiningu tveggja íslenskra heimspekinga, Hauks Más Helgasonar
og Hlyns Helgasonar, á áhrifum og möguleikum kvikmyndamiðilsins. Haukur Már
Helgason, „Myndin yfirheyrir orðið. Godard og kvikmynd sem heimspekilegt rann-
sóknartæki“, ritgerð til MA-prófs, Háskóli Íslands, maí 2011 og Hlynur Helgason,
After Effects. Narrative Contingencies in Video Art and Film, doktorsritgerð í heimspeki
listmiðlunar (Media Philosophy) við European Graduate School, maí 2011.