Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 61

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2021, Page 61
SIGRÚN ALBA SIGURðARDóTTIR 64 vaknar, klifrar upp úr rimlarúmi sínu og upp á borð og teygir sig út um opinn glugga í átt að hvítum snjóflygsum sem falla mjúklega til jarðar. Í þessu myndbroti vinnur Trier með hugmyndina um hið afgerandi augnablik, hugmynd sem kenna má við aðferðafræði franska ljósmyndarans Henris Cartier-Bresson. Hún felst í því að nota tæknina til að frysta eitt augnablik í flæði tímans og gefa því merkingu sem hefur afgerandi áhrif á það sem koma skal. Trier notar kvikmyndina hér því eins og ljósmynd sem ekki aðeins gerir okkur fært að skoða veruleikann eins og afmarkaða mynd heldur einnig eins og ljósmynd sem afbyggir andstæðuna milli veruleika og endurbirtingar hans. Ljósmyndin er hvorki veruleikinn sjálfur né hrein endurbirting hans en um leið er hún hvort tveggja. Hún leysir þannig upp andstæðuna milli þess sem er og þess sem endurspeglar það sem er.15 Hún snertir veruleikann ofurvarlega og vekur þannig upp tilfinningu fyrir því raunverulega hjá þeim sem horfir á. Hér koma kenningar heimspekingsins Henris Bergson einnig upp í hug- ann en Bergson skrifaði um það hvernig heimurinn birtist okkur sem röð afmarkaðra mynda en mynd í þessum skilningi er eitthvað sem er mitt á milli þess að vera efnisveruleikinn sjálfur og endurbirting hans.16 Hugmyndir Bergsons um myndina sem skapar fjarlægð milli okkar og efnisheimsins um leið og hún veitir okkur aðgang að honum í gegnum af- markaða eða innrammaða sýn hljóma líkt og undirleikur við upphafsatriðið í Andkristi. Atriðið birtist okkur eins og röð ljósmynda, hver hreyfing hefur táknræna merkingu, barnið klifrar upp úr rúminu og fætur þess snerta gólfið undurhægt við undirleik aríunnar „Lascia ch‘io pianga“ úr óperunni Rinaldo eftir Händel, augnabliki áður en móðirin engist um af nautn og fætur henn- ar rekast í fagurskapaða vatnsflösku, dropar falla varlega niður á gólf, barnið snýr sér hægt í átt að glugga og virðir fyrir sér snjókorn sem falla mjúklega 15 Um þetta hef ég fjallað ítarlega í bókinni Afturgöngur og afskipti af sannleikanum, Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, 2009, sjá einkum bls. 54. 16 Henri Bergson, Matter and Memory, Nancy M. Paul og W. Schoot Palmer þýddu, New York: Dover Publications, 2004. Bókin kom fyrst út á frönsku árið 1896 undir titlinum Matière et mémoire. Franska hugtakið sem Bergson notar yfir mynd er image. Þessar hugmyndir Bergsons um skynjun okkar á veruleikanum sem mynd hafa haft töluverð áhrif á túlkun og skrif heimspekinga um kvikmyndir á síðari árum og má í því sambandi nefna greiningu tveggja íslenskra heimspekinga, Hauks Más Helgasonar og Hlyns Helgasonar, á áhrifum og möguleikum kvikmyndamiðilsins. Haukur Már Helgason, „Myndin yfirheyrir orðið. Godard og kvikmynd sem heimspekilegt rann- sóknartæki“, ritgerð til MA-prófs, Háskóli Íslands, maí 2011 og Hlynur Helgason, After Effects. Narrative Contingencies in Video Art and Film, doktorsritgerð í heimspeki listmiðlunar (Media Philosophy) við European Graduate School, maí 2011.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.