Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 9
NÚTlMAMAÐURINN ER ORÐINN A EFTIR TlMANUM
7
út af fyrir sig. Það er ekki að
eins, að þetta sé mjög ósenni-
legt, heldur mundi það eggja
aðrar þjóðir til að leggja sig í
framkróka til að finna hið
sama. I allri mannkynssög-
unni er ekki eitt einasta dæmi
til, að nýtt vopn hafi leynzt með
einni þjóð eða þjóðum. Fyrr eða
síðar verða undirstöðuaðferð-
irnar alþekktar eða það sama er
fundið upp með svipuðu móti.
Áður en langt um líður verður
atómsprengjan jafn alþekkt
og flugsprengjurnar, rakettu-
sprengjurnar og radartækin.
Við vorum ekki einu hestarn-
ir í þessu kapphlaupi um atóm-
sprengjuna. Það vildi bara svo
til, að við urðum fyrstir að
marki. Nú þegar verður vart við
þann hugarburð, sem að vísu er
freistandi, en hættulegur, að
atómsprengjan sé svo hræðileg
og óttinn við hefnd svo mikil,
að við munum hafa séð fyrir end-
ann á allra síðustu styrjöldinni.
Þetta er að vísu rökrétt, en
stríðið virðir engin rök, hvort
sem þau eru hálf eða heil. Sagan
kennir okkur, að stríðshættan
aukist í réttu hlutfalli við
vopnastyrkinn.
Því fer fjarri, að atóm-
sprengjan útrými styrjöldum.
Hún skapar ótta og tortryggni
um heim allan, meðan alheims-
stjórn er ekki komin á laggirn-
ar. Sérhver þjóð lifir í stöðug-
um kvíða og veit ekki nema
áform og ágengni annarra þjóða
gæti komið þeim til að gera til-
raun til gjöreyðingar. Mismim-
urinn, sem hlýtur að vera á
þjóðunum, og sennilega væri
hægt að jafna, gæti nú verið
eins og merki um árás þegar í
stað, svo að hin þjóðin geti ekki
orðið fyrri til.
Nei, það fær enginn huggun
af þeirri kenningu, að stríð sé
nú of hræðilegt. Það er aðeins
til ein leið að ná stjóm á þess-
ari eyðileggjandi atómorku og
það er með alheimsyfirstjórn,
ekki óformlegri stofnun, lausri
í reipunum, jafnvel ekki al-
þjóða samþykkt eð alþjóða
lögreglusamningi. Lögreglu-
vald tekur ekki lögum fram,
og um lög er ekki að ræða
án stjórnar. Afls vopnsins hlýt-
ur að ráða úrslitum um það,
hversu sterkan vörð þarf um
það.
Þarflaust er að ræða um sögu-
leg rök fyrir því að bent sé á
og talað máli heimstjórnar. Það
er ástæðulaust að ræða um
erfiðleikana, sem slík stjóm