Úrval - 01.12.1945, Page 43

Úrval - 01.12.1945, Page 43
1 SÆLUDALNUM Á NÝJU GUINEU ál ekki hreyft. Þama lágum við með kvölum og reyndum að nudda hita í skjálfandi skrokk- ana. TTM nónbilheyrðumviðtilflug- ^ vélar. Eg hélt, að okkur ætlaði ekki að takast að breiða gulu ábreiðuna á jörðina í tæka tíð. En þau undur skeðu, að vélin sveigði í annan hring yfir rjóðrið, og fiugmaðurinn drap sem snöggvast á mótornum. Að svo búnu flaug hann burt. Við, sem vorum aðframkom- in af þreytu fyrir tíu mínutum, svo að við gátum ekki í fæturna stigið, spruttum nú upp og hoppuðum fram og aftur, æp- andi og veifandi. Nú gátum við jafnvel farið að kankast á. Decker sagði í undir- ferlislegum tón: ,,Svei mér, ef ég held ekki, að annar hvor okk- ar verði að ganga að eiga Maggí, svo að endalok þessa ævintýris fái á sig ofurlítið rómantískan blæ.“ McCollom leit á mig rannsak- andi augnaráði og mælti: „Hún verður að bæta á sig meira af kjöti, áður en ég læt freistast." Ég hvæsti: „Ég mundi ekki vilja sjá þig fyrir eiginmann, þótt þú væri einasti karlinn í veröldinni. Eg ætla að giftast Decker.“ Veslings Decker leit á mig alveg hvumsa og hreytti út úr sér: „0, fjandinn hafi það!“ En mér fannst dagurinn samt fagur og aðlaðandi, enda þótt ég hefði verið hryggbrotin tvisv- ar í röð. Við settumst aftur og fórum nú að giska á, hve langur tími mundi líða, þar til herinn sendi birgðir til okkar. Meðan á því stóð, spurði Decker allt í einu: „Heyrið þið nokkuð ný- stárlegt?“ Þetta, sem heyrist, líkist einna heizt traðki í hunda- hóp. En við þóttumst undir eins vita, að þar væru frumbyggj- arnir komnir. Allt, sem við höfðum um þá, heyrt, stóð okkur nú ljóslifandi í minni. Þeir voru tveggja metra háir, mannætur og herskáir úr hófi frarn, og við þrjú höfðum einn vasakuta að vopni! „Það eina, sem við getum gert er að koma fram með vinsemd,“ sagði McCollom. Hann fyrirskipaði okkur að hafa nestið á reiðum höndum og bætti sjálfskeiðung sínum þar við, sem uppbót á hinar framboðnu gjafir. „Standið upp,“ skipaði hann, „og brosið!“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.