Úrval - 01.12.1945, Blaðsíða 72
70
ttRVAL
háum húsinu, allt að tveim metr-
um á breidd, og með glugga- og
hurðarkörmum. Einn maður
steypir reykháfinn, og getur
hann annast það verk án að-
stoðar. Sum húsin hafa opin
eldstæði, en öll hafa þau mið-
stöðvarkyndingu. Þess er vert
að geta, að aldrei hefir brunnið
hús í þessu hverfi, og virðist
því lítið hæft í þeirri trú manna,
að timburhúsum sé hætt við
bruna.
Flestir húseigendur geta
byggt hús sín á sex mánuðum,
með því að vinna aðeins helgar
og í frístundum sínum. Fæstir
þeirra hafa nokkra faglega
þekkingu, en leiðarvísarnir, sem
húsunum fylgja, eru ákaflega
nákvæmir. Þetta er mjög
mikilsvert fyrir okkur, sem
verðum að byggja mörg hús á
stuttum tíma. Ég er ekki sérlega
laghentur og hefi vissulega
aldrei gert tilraun til þess að
byggja hús yfir höfuðið á mér,
en yrði þó ekki smeykur við að
ráðast í þessa smíði.
Ég má ekki vekja hjá ykkur
þær tálvonir, að stjómin okkar
hafi fest kaup á miklum fjölda
„lúxus“ húsa, sem hafa að bjóða
öll heimsins þægindi. Svo er
ekki. Við höfum ekki peninga
til slíks, einkum vegna þess að
byggja verður húsin á skömm-
um tíma og með dýrum vinnu-
krafti. Stjórnin hefir keypt
ódýr og óbrotin hús, sem sam-
rýmast þörfum okkar. Það
verða tveggja hæða hús, án
kjallara og miðstöðvarkynding-
ar. En samsetningin er sú sama.
Húsin verða að öllu leyti unnin
í Svíðþjóð en sett saman hér.
Innri veggir eru úr lausum
borðrnn eins og ytri veggirnir.
Þökin em með halla, eins og
hér tíðkast, en ekki flöt eins og
á sumum amerískiun húsum. 1
Stokkhólmi eru flest þökin al-
sett tíglum, en við munum hafa
þynnur í þess stað. Hið innra
verða þökin úr fibre.
Ég skoðaði eitt af þessum
húsum í Stokkhólmi. Það var
alveg nýtt og hafði eigandinn
flutt inn viku áður. Þetta var
einnar hæðar hús með kjallara.
Tröppur voru fyrir framan að-
aldyrnar og síðan tók við and-
dyri. Þá kom forstofa og síðan
ágæt setustofa, sem var fjórir
metrar á annan veginn og fimm
metrar á hinn. Þar fyrir innan
var svefnherbergi, sæmilega
stórt. Skápar voru innbyggðir.
Út frá anddyrinu kom annað
svefnherbergi, álíka stórt hinu.