Úrval - 01.12.1945, Síða 113
ALEINN
111
Einsetumannslíf krefst ekki
yfirborðsháttar. Þó að ég væri
í fyrstu gjam á að bölva, ef á
móti blés, hætti ég því brátt.
Ég var jafn kýminn og áður, en
þegar ég hló, hló ég með sjálf-
um mér, því að ég var búinn að
gleyma, hvernig maður hlær
upphátt. Ég varð líka var við
það, að ef ég talaði, fannst mér
orðin hljóma tómleg og fram-
andi.
Égléthármitt vaxa, því að það
óx niður með hálsinum og skýldi
honum. Ég rakaði mig einu sinni
í viku — en aðeins af því
að úðinn frá vitum mínum fraus
í skegginu og á andlitinu. Þegar
ég leit í spegilinn einn morgun-
inn, sló ég því föstu, að karl-
menn hætta öllum hégómaskap,
þegar þeir eru ekki samvistum
við kvenfólk. Kinnar mínar voru
flagnaðar og nefið rautt og
þrútið af kali. En það var auka-
atriði, hvernig ég leit út; aðal-
atriðið var líðan mín, og mér
leið ágætlega að öðru leyti en
því, að ég fékk stundum höfuð-
verk.
Dag nokkurn í önáverðum
maímánuði skall hurð nærri
hælum. Ég var í minni venju-
legu gönguför fyrir utan kof-
ann, þegar ég datt allt í einu
kylliflatur og annar fótur minn
hékk fram af brúnájökulgjá.Ég
mjakaði mér ofurhægt frá gjár-
barminum, en kom. aftur á stað-
inn síðar með vasaljós.
Ég hafði stigið niður úr snjó-
þekju, sem var yfir sprungunni.
— Það var ekki hægt að greina
nein missmíði á yfirborðinu.
Hún var aðeins þriggja feta
breið efst, en víkkaði út er
niður dró, og varð að heljar-
stórri hvelfingu. Veggimir voru
bláir efst en síðan sægrænir, og
það sást ekki í botn. Gjáin hlýt-
ur að hafa verið mörg hundruð
fet á dýpt. Það vildi mér til
happs, að leið mín lá þvert yfir
hana; ef mig hefði borið að
henni úr annari átt, hefði ég
hrapað niður í djúpið. Ég ein-
kenndi þennan hættustað ræki-
lega með bambusstöngum.
Seytjánda maí, mánuði eftir
að sólin var horfin af himnin-
um, sást aðeins dauf, rauðleit
skíma um hádegið. Jökullinn
varð að víðáttumiklum, kyrrum
skugga og yfir honum hvelfd-
ust skýjabólstrar — það var
myrkur á myrkur ofan. Þetta
var heimsskautsnóttin, hin
skuggalega ásýnd ísaldarinnar.
Allt var grafkyrrt.
Svo kom kuldinn í kjölfar