Úrval - 01.10.1947, Síða 4

Úrval - 01.10.1947, Síða 4
2 ÚRVAL lítill vottur af nýju frumefni eftir skothríðina, og var atóm- þyngd þess um helmingi minni en úraníums. Þetta tók af allan vafa. Úraníumatómið hafði klofnað í tvennt og þetta voru brotin. Frá þessari stundu var vitað, að hægt væri að búa til kjarn- orkusprengju, en ómögulegt var að segja fyrir mn það, hvort slíkt yrði gert. Til þess að svo yrði, þurfti þörfin fyrir hana að verða svo brýn, að auðug þjóð væri fús til að fórna miklu fé og mannafla til að búa hana til. Ég legg áherzlu á þetta at- riði, því að annars gæti grein þessi valdið misskilningi. Þær vísindalegu framfarir, sem ég ætla að lýsa, eru allar möguleg- ar, en þær verða ekki að veru- leika, nema mannkynið telji sig hafa svo mikla þörf fyrir þær, að það sé fúst til að leggja mikla vinnu í lausn þeirra. Borgar það sig? Allar vísinda- legar framfarir eru háðar svar- inu við þessari spurningu. Þörfin á vísindalegum fram- förum á sviði orku og eldsneyt- is er mjög brýn, á því er enginn vafi. Kol og olía í iðrum jarðar ganga óðum til þurrðar. Gnægð kola er að vísu enn til þar sem þeirra er ekki þörf, svo sem í suðurheimsskautslöndunum, í myrkviðum Afríku og í Mið- Asíu, en það stoðar lítið í lönd- um Evrópu, þar sem þörfin er mest. Það er dýrt að flytja kol, og olían er að vera pólitískt æ dýrari. Fimm leiðir til úrbóta eru hugsanlegar. Sú fyrsta er, að í stað kola og olíu komi úraníum, með öðrum orðum kjarnorka. Sem stendur er kjarnorkan, að sögn Ameríkumanna, nokkuð dýrari en orka úr kolum og olíu, en eftir nokkra mánuði er þess vænzt, að búið verði að jafna metin. Þar við bætist, að flutn- ingskostnaður á úraníum er sama og enginn. En við megum ekki gleyma því, að með því að nota úran- íum, lifum við á höfuðstólnum alveg á sama hátt og þegar við notum kol og olíu. Úraníum- forðinn í jörðinni mun eyðast á tiltölulega stuttum tíma, og því er mikilvægt, að önnur leiðin sé reynd. Orka sólarinnar er kjarnorka, sem myndast við atómklofn- ing. En atómin, sem þar klofna, eru ekki hin sjaldgæfu, þungu úraníumatóm eða önnur lík, heldur létt atóm, sem gnægð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.