Úrval - 01.10.1947, Side 31
STREPTOMYCIN GEGN BERKLUM
29
hefur árás sína á líkamann.
Berklarnir geta ráðizt á augun
og valdið blindu og þeir geta
ráðizt á hörundið, nýrun, bein-
in, liðamótin, kirtlana, heilann
eða önnur líffæri.
Rannsóknir á áhrifum strepto-
mycins á þessi berklaafbrigði
hafa farið fram, og liggja nið-
urstöður að nokkru leyti fyrir.
Lyfið reynist prýðilega við
berklum í hálsi. Fimm af sjö
sjúklingum hafa tekið skjétum
framförum. Allgóður árangur
hefir einnig náðzt, er lyfið var
gefið við beinberklum, en það er
mjög alvarlegur sjúkdómur,
sem hefir oft rnikla örorku í för
með sér. Fjórurn af fimm sjúkl-
ingum með þennan sjúkdóm hef-
ir batnað talsvert við strepto-
mycinmeðferð. Einn sjúkling-
anna var lítil telpa með berkla
í hné, og virtist ekkert bíða
hennar annað en örkuml — þar
til streptomycin kom til sögimn-
ar. Nú er hún farin að læra að
dansa.
Nýrnaberklar eru mjög alvar-
legur sjúkdómur, af því að það
er nærri ómögulegt að græða
berklasár í nýrum. Fimm sjúkl-
ingar í Mayosjúkrahúsinu voru
mjög illa leiknir af þessum sjúk-
dómi. Þeir höfðu allir haft þvag-
rásarberkla og höfðu líka allir
misst annað nýrað. Eyðilegð-
ist hitt nýrað, voru þeir dauða-
dæmdir.
Hér var því ákjósanlegt
tækifæri til að reyna strepto-
mycin. Það brá þegar til bata
hjá fjórum sjúklinganna, og
batinn virðist ætla að halda
áfram.
Af öllum þeim, sem látast úr
berklum, deyja 93% úr Iungna-
berklum eða tæringu. Það ligg-
ur gild ástæða til þess, að ekki
hefir verið fyrr minnst á lungna-
berkla í þessari grein. Það er
ekki liðinn nógu langur tími til
þess, að niðurstöðurnar séu
óyggjandi. Áður en læknar út-
skrifa tæringarsjúkling, verða
lungnasárin að vera algerlega
gróin og hitinn horfinn, og sjúk-
lingurinn á að hafa gegnt venju-
legum störfum um tveggja ára
skeið.
I fyrstu hélt almenningur, að
streptomycin væri óbrigðult lyf
við lungnaberklum. Menn töldu
víst, að það væri jafn áhrifa-
mikið gegn berklum og penicill-
in gegn lungnabólgu. En læknar
vita, að þegar lungnavefur er
orðinn skemmdur, getur ekkert
lyf skapað nýjan vef. Á loka-
stigi lungnaberkla deyja sjúk-