Úrval - 01.10.1947, Síða 42
40
tJRVAL
húðina. 1 fuglinum myndast D-
vítamínið fyrir áhrif sólarljóss-
ins á fyrrnefnda feiti. Ef ólag
kemst á fitukirtilinn við stélið,
fær fuglinn beinkröm á sama
hátt og barn, sem ekki fær rétta
fæðu.
Ertu nú farinn að þreytast?
Við skulum líta á fílinn rétt
sem snöggvast áður en við för-
um. Hvað heldurðu að séu marg-
ir vöðvar í rana fílsins? Þeir
eru 40 000. Fullvaxinn fíll get-
ur lyft einni smálest með ran-
anum. Það er sérkennilegt við
fílana, að forustufíllinn er ná-
lega alltaf kvenfíll. Karlfílarn-
ir eru með í hópnum, en virðast
engu ráða. Fíllinn getur drukk-
ið 60 lítra í einu. Stundum sofa
þeir standandi og leggja ranann
1 trjákverk til að hvíla höfuðið.
Það er sagt, að þeir verði 100
ára, en sönnun hefur aldrei
fengizt á því. Það eru ekki til
áreiðanlegar sagnir um eldri
fíla en 70 ára. Páfagaukar, ern-
ir og skjaldbökur lifa öll leng-
ur en fíllinn.
Og svo er það flóðhesturinn
... Ha? Ekki núna? Við skoðum
hann þá næst“. Ég þakka Chap-
man Pincher fyrir allan fróð-
leikinn og kveð.
'k
Viss í sinni sök.
Ameríski rithöfundurinn Samuel Hopkins Adams, sem aldrei
slær hendinni á móti því að kynnast einhverju nýju, þáði eitt
sinn boð á samkomu nektarstefnumanna. Samkoman fór fram á
heimili eins félagsmannsins.
,,Það var sannarlega ekkert hálfkák hjá þeim,“ sagði Adams
þegar hann var að skýra vini sinum frá samkomunni. „Jafnvel
þjónninn, sem tók á móti mér við dyrnar, var jafn klæðlítill og
þegar hann kom úr móðurkviði."
„Hvemig gaztu þá séð það á honum, að hann var þjónn?"
spurði vinurinn.
„Ja, það var að minnsta kosti ekki þjónustustúlkan," sagði
Adams.
— Rennett Cerf í „Saturday Review of Literature".