Úrval - 01.10.1947, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL.
stúlkunni, að lesa þessi ósköp,
en mér var skemmt í dag, þeg-
ar ég kom um borð í danskt
skip, sem liggur hérna rétt hjá.
Kokkurinn okkar var þar stadd-
ur, en tók ekki eftir mér. Kokk-
urinn á hinu skipinu var að
stæra sig af því, að hann hefði
skrifað konu sinn 12 síðu bréf,
en þá sagði okkar kokkur:
„Hjá okkur er piltur, sem er
svo vitlaus, að hann hefur skrif-
að 100 síðu bréf.“ Nú má ég
ekki vera að þessu lengur, en
vonandi verð ég aftur á vakt í
nótt.
.... Halló, hér er ég aftur.
iNú er það ákveðið. í fyrra-
málið förum við til Gdynia, til
þess að lesta farm, og þaðan
höldum við til Vejle. Það er dá-
samlegt.
Maður hefir varla viðþol
vegna hitans í kvöld. Og ég má
ekki opna dyrnar vegna myrkv-
unarinnar.
Það verður áreiðanlega í síð-
asta sinn í kvöld, að ég get set-
ið svona tímunum saman og
skrifað þér, og kannske fæ ég
aldrei framar tækifæri til að
skrifa þér 100 síðu bréf, og
þessvegna vona ég, að þú takir
vægt á mér í þetta sinn. Hugs-
aðu þér, eftir viku verð ég bú-
inn að fá mynd af þér. Ég ætla
að innramma hana og hengja
hana upp í kojunni minni; þá
verður þú það síðasta, sem ég
sé, áður en ég sofna, og þú býð-
ur mér góðan dag með brosi á
hverjum morgni. Þú verður
sólin í tilveru minni, og þú munt
gera hana bjarta, jafnvel þeg-
ar erfiðleikarnir og þrenging-
arnar eru mestar.
Ég skrapp út til að kæla mig.
Tungiið er að hverfa á bak við
skóginn. Mér varð hugsað til
kvöldsins, þegar við vorum
síðast saman; þá var alveg eins
tunglskin og í kvöld.
11. júní 1941.
Við erum nú komnir til Vejle.
Ég hefi lesið bréfin þín, og þú
getur ekki gert þér í hugarlund,
hve mér létti og hve hamingju-
samur ég er. Ég skrifaði í gær,
að ég myndi senda þetta bréf,
áður en ég læsi þitt, en hvernig
átti ég að standast freisting-
una, þegar ég kom í höfn og
fékk þrjú umslög, sem höfðu að
geyma það, sem ég hefi þráð
frá því ég sá þig síðast. Hanna,
Hanna, ef ég gæti verið hjá þér
á þessari stundu.
Þú hefðir átt að vita þá gleði,
sem gagntók huga minn, þegar