Úrval - 01.12.1947, Síða 61
Meinleg örlög margan hrjá
Harmsaga aðstoðarprestsins.
Smásaga.
eftir Stephen Leacock.
AÐ er til fólk — ekki eins og
þú eða ég, því að við erum
orðnir veraldarvanir — það er
fólk, sem á ákaflega bágt með
að kveðja, þegar það hefur farið
í heimsókn eða verið boðið heim.
Þegar sú stund kemur, að gest-
inum finnst viðeigandi að fara
að hypja sig, stendur hann upp
og segir: — Jæja, ég held ég ...
Þá segja húsráðendur: — Þurf-
ið þér að fara strax? Það er of
snemmt. Og svo hefst hjákátleg
togstreita.
Ég held, að sorglegasta at-
vikið af þessu tagi, sem ég hef
haft spurnir af, hafi komið fyr-
ir vesalings vin minn, hann
Melpones Jones, sem var ungur
aðstoðarprestur — bráðefnileg-
ur og aðeins tuttugu og þriggja
ára gamall! Hann gat ómögu-
lega komið sér til að kveðja.
Hann vildi hvorki segja ósatt
eða vera ókurteis.
Eitt sinn kom það fyrir, að
hann var í heimsókn hjá kunn-
ingjum sínum. Hann var í fríi
— þurfti bókstaflega ekkert að
gera næstu sex vikurnar. Hann
rabbaði góða stund, drakk tvo
bolla af tei, tók svo í sig kjark
og sagði allt í einu:
— Jæja, ég held, ég ....
En húsfreyjan sagði: — Ó,
herra Jones, megið þér ekki vera
að því að tefja ofurlítið leng-
ur?
Jones var alltaf sanngjarn. —
Jú, sagði hann, ég má vel vera
að því.
— Verið þér svo góður, að
fara ekki strax.
Hann sat kyrr. Hann drakk
ellefu bolla af tei. Það fór að
líða að miðdegisverðartíma.
Hann stóð aftur upp.
— Jæja, sagði hann hæversk-
lega, — nú held ég endilega
að ...
— Verðið þér að fara ? spurði
frúin kurteislega. — Ég hélt, að
þér mættuð kannske vera að því
að borða ....
— Jú, það gæti ég auðvitað,
sagði Jones, — ef ....
8*