Úrval - 01.12.1947, Side 68
66
TJRVAL
Ástandið á Bikini einu ári eftir
kjarnorkusprengjutiiraunina.
Eru til nokkrar öruggar varn-
ir fyrir þjóð, sem lendir í kjarn-
orkustyrjöld ? Tilraunirnar við
Bikiniey gefa svar við þessari
spurningu.
Hvorug kjarnorkusprengjan,
sem varpað var á Japan, lét
eftir sig langæ geislaáhrif í
jörðinni. En seinni Bikini-
sprengjan leiddi í Ijós nýja
hættu. Sprengjan sprakk undir
yfirborði sjávar og hin geisla-
mögnuðu efni blönduðust strax
sjónum. Eitraður, geislamagn-
aður úði féll yfir tiiraunaskipin
eða barst með vmdinum.
Áður en klukkustund var liðin
frá sprengingunni, voru eftir-
litsmenn komnir að lóninu.
Geislamælar þeirra sýndu hvar-
vetna verkanir. Þó að skip, sem
búin voru mikilvægum mæli-
tækjum, væru að sökkva, gátu
björgunarsveitir ekki komizt ná-
lægt þeim. Á þriðja degi var
hægt að fara snögga ferð inn í
lónið. Eftir viku var hægt að
fara um borð í skipin. Mánuður
leið áður en hægt var að vera um
borð í þeim í meira en klukku-
stund. Þó að skipin séu nú
hættuminni eftir rúmt ár, mun
geislaverkana gæta í þeim í
mörg ár enn.
Þrjú hundruð menn í ör-
yggissveitinni unnu þama
til þess að gæta leiðangurs-
manna, sem voru 42000. Þegar
vinnuhópur kom af hættusvæð-
inu, voru mennirnir vandlega
baðaðir og þvegnir og mældir
með geislamælum. Fyrir kom, ef
einhver þeirra hafði tekið af sér
hlífðarglófana á hættusvæðinu,
að leysa varð upp yzta lag húð-
arinnar á höndunum með sýru.
Fötum, sem orðið höfðu svo
geislamögnuð að ekki var hægt
að hreinsa þau, varð að sökkva
í hafið, og skipti það mörgum
smálestum.
Geislaverkanir frá sprengj-
unni smugu inn í hvern krók og
kima í tilraunaskipunum. Ef ein-
hverjir hefðu dvalið of lengi um
borð í einhverju slíku skipi,
mundu þeir eftir á hafa orðið
máttmana og fengið ógleði. Þeir
hefðu ef til vill lifað í nokkra
daga eða vikur, en að lokum
hefðu þeir dáið úr bráðu blóð-
leysi.
Þegar tók að draga úr geisla-
verkunum sprengjuefnanna,
kom í ljós enn alvarlegri hætta.
Vœgar geislaverkanir tóku að
breiðast út fyrir sjálft hættu-