Úrval - 01.12.1947, Side 83

Úrval - 01.12.1947, Side 83
SÆLUEYJARNAR Á KYRRAHAFI 81 dóttur húseigandans. Þau felldu hugi saman, giftust og fóru með börn sín til Kókoseyja. Eliza- beth og maður hennar hvíla nú hlið við hlið í litla kirkjugarð- imun á eyjunni, þar sem einnig hvíla aðrir þrír „Rossar“, af- komendur þeirra í þrjá liði. John Sydney Clunies Ross — Ross VI — dó í september 1944 1 loft- árás Japana á eyjuna. Hann lætur eftir sig son. Rossarnir eru merkismenn. Það félagslega skipulag, sem þeir hafa skapað, hefur fætt af sér þjóðfélag á eyjunni, sem býr við farsælli og betri kjör en nokkurs staðar þekkist í Aust- urlöndum. Glæpir eru þar ná- lega óþekkt fyrirbrigði; engar peningaáhyggjur, engir skólar; engin blöð og ekkert útvarp. Fé- lagslegt öryggi er tryggt, og vinna handa öllum sem vilja vinna. Þetta hamingjusama ríki var stofnað fyrir um 100 árum. Skipulagið er þannig: við fæð- ingu eru börnin skráð á mann- talsskýrslur ríkisins. Drengir, sem vilja vinna, eru settir á kauplista f jórtán ára, og stúlk- ur þrettán ára. Drengirnir eru látnir vinna tvö ár á verkstæð- um. Þeir, sem reynast vel, fá fasta atvinnu sem bátasmiðir, húsasmiðir, ..pípulagningamenn eða rafmagnsmenn. Hinir slást í hóp þeirra, sem vinna að kópraframleiðslu, vegagerð, garðrækt og öðru því líku. Allir vinna níu stundir á dag, sex daga í viku. Það er langur vinnutími, en allir virðast áhugasamir við vinnu sína. Drengir kvænast nítján ára, stúlkur sextán ára. Nýgift hjón fá gefins frá ríkinu hús og all- an húsbúnað. Þetta hefur þó ekki alltaf reynzt framkvæman- legt upp á síðkastið. Erfitt var um byggingarefni á stríðsárun- um, og 27 hús eyðilögðust í loft- árásum Japana. Full laun fá drengir þegar þeir ná tvítugs aldri. Konur eru hálfdrættingar á við karlmenn, án tillits til aldurs, nema þær vinni einhver vandasöm störf, t. d. Ijósmóður- störf. Við sextíu og fimm ára aldur láta þeir af störfum, sem það vilja, og fá uppfrá því hálf laun til æfiloka. En þeim, sem vilja, er frjálst að halda áfram að vinna á meðan þeir geta. I sjúk- dómsforföllum fá menn hálf laun. Læknishjálp er ókeypis. Einn af eyjarskeggjum ber titil- inn lyfsali. Hann starfar líka sem læknir, tannlæknir og ljós-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.