Úrval - 01.12.1947, Page 99

Úrval - 01.12.1947, Page 99
OSCAR WILDE 97 færi maður auðvitað ekki þang- að. Eftir heimkomuna til Eng- lands hélt Oscar Wilde margar tækifærisræður um för sína til Bandaríkjanna. Hann sagði m. a.: „Englendingar og Ame- ríkumenn hafa flest sameigin- legt, nema auðvitað málið.“ I febrúarmánuði 1883 fór hann til Parísar og dvaldi þar í þrjá mán- uði eða þar til hann var orðinn uppiskroppa með fé. Hann bjó í Hótel Voltaire og tók að stæla Balzac í einu og öllu. Þegar hann var við ritstörf klæddist hann hvítum kyrtli, svipuðum munkakufli Balzacs. Hann safn- aði að sér ritum þessa fræga höfundar og ritverkum um hann, og gekk jafnvel við fíla- beinsstaf, settan gimsteinum, sem var nákvæmlega eins og stafur Balzacs. „Hinn fyrri Oscar er dauður,“ sagði hann, við einn vina sinna. „Sá Oscar, sem nú er á dagskrá, á ekkert skylt við þá persónu, sem gekk eftir Piccadilly með blóm í hnappagatinu og sítt hár.“ Hann varð ákaflega hrifinn af styttu Nerós í Louvre-safninu og bað hárskera sinn að snyrta höfuð sitt á sama hátt. Þegar hann kom aftur til London, var hann svo aðþrengd- ur fjárhagslega, að hann veð- setti gullpeninginn, sem hann hafði fengið að verðlaunum fyrir grískukunnáttu sína í skóla. Hann veðsetti þenna pening oft síðar er hann skorti fé, en leysti hann jafnan út aftur, þegar raknaði úr. Hann varpaði sér nú út í hringiðu Lundúnalífs- ins. „Ég er önnum kafinn við að slæpast,“ skrifar hann um þetta leyti, og það voru áreiðanlega engar ýkjur, en brátt varð hann að fara að flytja fyrirlestra á ný, til þess að afla sér skotsilfurs. * Á fyrirlestrarför í nóvember- mánuði 1883 trúlofaðist Oscar tilvonandi eiginkonu sinni, Con- stance Lloyd. Þau höfðu kynnst fyrsta árið 1881 og fellt þegar hugi saman. Oscar ætlaði að hitta hana fljótt aftur, en svo fór, að hann var búinn að fara til Ameríku og Parísar, áð- ur en fundum þeirra bar aftur saman. Constance fekk þrjú hjúskapartilboð frá öðrum á meðan, en hún hafnaði þeim öll- um, og eftir að þau Oscar hitt- ust í síðara skiptið, skrifaði hann henni bónorðsbréf. Hún sendi jáyrði sitt bréflega. Það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.