Úrval - 01.12.1947, Side 111

Úrval - 01.12.1947, Side 111
OSCAR WILDE 109 No Importance (Þýðingarlaus kona) var sýnt 19. apríl 1893 og var ekki síður vel tekið en hinu fyrra. Að sýningu lokinni, hrópuðu áhorfendur ákaft á höfundinn. Reis þá upp þrek- vaxinn maður, er sat í einni stúkunni og mælti: „Mér þykir leitt að verða að tilkynna yður, að Oscar Wilde er ekki staddur í leikhúsinu.“ Sá, sem talaði, var enginn annar en Oscar Wilde. Féð, sem Wilde græddist á þessum tveim gamanleikjum, hafði slæm áhrif á hann. Það þarf sterk bein, til að þola góða daga, segir máltækið. Wilde hagaði sér eins og dreng- ur, sem er nýsloppinn úr skóla og hefur nóg af peningum, og getur eytt þeim eins og hann lystir, án þess að nokkur manneskja leggi hömlur á. Alveg eins og drengurinn myndi fara úr einni sælgætisbúðinni í aðra, þannig eyddi Oscar Wilde tímanum á hótelum og kaffihúsum, borðandi, drekk- andi, reykjandi, sofandi og tal- andi; en hann var ólíkur drengnum að því leyti, að hann ræddi um sjálfan sig og fólkið umhverfis sig með leiftrandi glensi og frábærri skarp- skyggni snillingsins. „Ef mað- ur gerist áhorfandi að sínu eigin lífi, sleppur maður við þjáning- ar þess,“ sagði hann og honum tókst að sleppa, þar til „dreng- leikarinn" í honum rak hin full- orðna áhorfenda brott og krafð- ist þess, að fá að taka þátt í leiknum. Með peningunum, sem leikrit- in gáfu af sér, heimboðunum frá heldra fólkinu og frægðinni, voru djörfustu vonir Oscars Wilde orðnar að veruleika. Hann var lang umræddasti höfundur í Bretlandi og dag- blöðin birtu fréttir af honum eins og hann væri meðlimur konungsfjölskyldunnar. En þegar hann hafði lifað þessu lífi í tvö ár, var hann orðinn allur annar maður. Áður en þessi umskipti urðu, hafði hann sagt: „Það er aðeins tvennt hörmulegt í heiminum. Annað er að fá eltki það, sem maður þráir, og hitt er að fá það. Hið síðara er miklu hörmu- legra; það er reglulegur harm- leikur.“ Árið 1894 hafði hann fengið óskir sínar uppfylltar og harmleikurinn dundi yfir. Hann var umkringdur hópi af lærisveinum og sníkjudýrum, sem fylgdu honum, hvert sem hann fór og sungu honum lof,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.