Úrval - 01.12.1947, Side 119

Úrval - 01.12.1947, Side 119
OSCAR WILDE 117 hvað? Það verður aldrei vitað með vissu, en dálítið má geta sér til. Enda þótt Clarke væri stálheiðarlegur maður, var hann þó ekki með öllu ónæmur fyrir áhrifum frá umhverfi sínu, og því kann að hafa verið stungið að honum á svo lítt áberandi hátt, að hann hefur ekki tekið eftir því sjálfur, að ef dómur í slíku hneykslismáli sem þessu félli á mann af svo göfugum aðalsættum, myndi það hafa ó- bætanlegt tjón í för með sér fyrir heldrafólkið í heild. Því kann einnig að hafa verið lætt inn hjá honum, að hvort sem Wilde væri saklaus eða sekur, þá væri lítill skaði í honum samanborið við svo þekktan íþróttamann, sem einnig var markgreifi að tign. Edward Carson, verjandi Queensberrys’ tók að spyrja Wilde um bréf, sem hann hafði skrifað Douglas. „Mér finnst það vera fallegt bréf,“ sagði Wilde. „Það er ljóð. Ég var ekki að skrifa venjulegt bréf. Þér getið eins vel spurt mig, hvort Lear konungur eða sonn- etta eftir Shakespeare sé sið- samleg." „Án tillits til listarinnar, hr. Wilde?“ „Ég get ekki svarað, án þess að taka tillit til listarinnar." „Setjum svo, að maður, sem ekki væri listamaður, hefði skrifað þetta bréf, mynduð þér þá hafa talið það siðsamlegt?“ „Maður, sem ekki væri lista- maður, gæti ekki hafa skrifað þetta bréf.“ „Hversvegna ?“ „Af því að enginn nema lista- maður gæti skrifað það.“ „Ég býst við, með tilliti til skáldfrægðar yðar, að það sé ekkert sérstaklega dásamlegt við þetta: „Rauðar varir þínar, sem eru eins og rósarblöð.“ „Það fer mikið eftir því, hvernig það er lesið.“ „Gullin sál þín svífur milli ástríðunnar og skáldskaparins.“ Er þetta falleg setning?" „Ekki eins og þér lesið hana. Þér lesið hana mjög illa.“ „Hafið þér oft skrifað á þennan hátt?“ „Ég er ekki vanur að endur- taka sjálfan mig í stíl eða rit- Svo las Carson annað brjef frá Wilde til Douglas, og spurði: „Er þetta venjulegt bréf?“ „Allt, sem ég skrifa er ó- venjulegt,“ svaraði Wilde. „Mér dettur ekki í hug að látast vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.