Úrval - 01.02.1949, Page 6

Úrval - 01.02.1949, Page 6
4 tíRVAL skáp, ryksugu, sjónvarpstæki eða baðker. Textinn segir okk- ur, að þetta sé ,,hin stóra stund lífs þeirra“. Öll andlitin eru bros- andi, tennurnar eins og glitrandi perlur. Faðirinn er ungur, lag- legur, herðabreiður; móðirin með goðborið vaxtarlag; börnin eins og englar. Rjóðir vangar, tindrandi augu, hreistin geislar út úr hverri svitaholu. Og hví- líkt undursamlegt tákn ham- ingjuríks heimilislífs! Hve þau eru öll hreinlíf, góð og gæzku- rík! ,,Ó, þú ,,nýi og betri heim- ur“, sem hefur slíkt fólk innan þinna vébanda!" Og ó, þið bað- ker og sjónvarpstæki, sem skapað hafið þennan, „nýja og betri heim“, og hljótið óum- flýjanlega með aukinni tækni að skapa nýrri og enn betri heim, byggðan enn hamingjusamara fólki! í hversdagslegum orðum má tjá boðskap þessarar goðsagn- ar vorrar eitthvað á þessa leið: „Öll hamingja, allar dyggðir, öll verðmæti mannlegs lífs koma ekki (eins og Kristur og Búddha og allir heimspekingarnir hafa kennt) innan frá, heldur utan að, við breytingar á ytri að- stæðum. Sjónvarpstæki og skipulagning eru stöðugt að taka framförum; þess vegna munu börn okkar verða hamingjusam- ari og betri en við, á sama hátt og við erum hamingjusamari og betri en við vorum áður en sjón- varpstæki og reikningsvélar voru fundin upp, þó að hið gagn- stæða virðist sönnu nær. Ein- staklingarnir geta bókstaflega greint tæknilegar framfarir í aukinni persónulegri vellíðan.“ Nú eru það augljós sannindi, að þegar lög og regla, næstum því í hvaða mynd sem er, koma í stað stjórnleysis, og allsnægtir fyrir alla í stað almenns skorts, mun sérhver einstaklingur telja það blessun fyrir sig. En þegar um er að ræða breytingu frá ástandi, sem ekki er óbærilegt, til ástands sem er aðeins lítið eitt skárra, mun hennar ekki gæta svo neinu nemur sem auk- innar persónulegrar hamingju. Til þess liggja tvær mjög ein- faldar ástæður. Hin fyrri er sú, að í líkamlegu tilliti er líf manns- ins ekki í framför, heldur þver- öfugt. Fyrir gamlan mann, sem horft hefur á eftir öllum vinum sínum í gröfina; sem er heyrn- arlaus og þjáist af gigt og æða- kölkun, er það lítil huggun þó að lífskjör almennings séu 28 ]A % betri en þau voru, þeg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.