Úrval - 01.02.1949, Side 18
16
ÚRVAL
vegna þessi gjörbylting innan
prentiðnaðarinnar á sér stað
einmitt nú.
Frumorsökina er að finna í
síauknum prentunarkostnaði
undanfarin ár. Prentun á bók-
um hefur á undanförnum tveim
árum hækkað um 80—90%, en
bókaverðið aðeins um 20—25%.
Sama máli gegnir um blöð og
tímarit. Áskrifta- og auglýsinga-
verð stendur í stað, en prent-
unarkostnaðurinn fer síhækk-
andi. Út úr þessum ógöngum
varð að finna einhverja leið, og
sú leið varð að vera róttæk, ef
hún átti að duga.
Á þessum erfiðu árum komu
fram ýmsar tæknilegar endur-
bætur. Uppfinningamenn og
verkfræðingar komu einn dag-
inn með nýja setningaraðferð,
annan daginn með nýja gerð af
steypuletri o. s. frv. Nokkrar af
þessum uppfinningum fólu í sér
allmikla sparnaðarmöguleika.
En þótt undarlegt kunni að virð-
ast, notfærðu prentsmiðjurnar
sér fæstar þeirra. Skýringin á
því er sú, að meiriháttar tækni-
legar endurbætur eru allajafna
fjárfrekar. Þess vegna hika
menn við að notfæra sér þær.
Auðvitað voru ýmsar nýjar upp-
finningar reyndar og gamlar að-
ferðir lagðar niður. En hinar
nýju uppfinningar voru sjaldan
nýttar til fulls, og gagngerðar
breytingar í bóka- og blaðagerð
áttu sér ekki stað.
Langmestur hluti prentunar-
innar fór fram á sama hátt og
tíðkazt hafði öldum saman. Letr-
ið er sett í línur, línunum rað-
að í síður, sverta borin á og
pappírnum þrýst á letrið. Eng-
ar gagngerðar breytingar áttu
sér stað.
Afleiðingin varð sú, að nýjar
uppfinningar söfnuðust fyrir
eins og vatn á bak við stíflu.
Og samtíðis urðu erfiðleikar út-
gefendanna æ meiri — laun,
pappír og allur annar tilkostn-
aður steig án afláts. I fyrra-
haust var loks svo langt kom-
ið, að talað var um ,,kreppu“;
öll skilyrði til gagngerðrar bylt-
ingar voru nú fyrir hendi.
Neistinn, sem kveikti bálið,
var prentaraverkfall, sem skall
á hjá öllum blöðum Chicago-
borgar. Hinn 21. október sögðu
prentarar upp samningum og
kröfðust 100 dollara (650 kr.)
fyrir 36 ^ stunda vinnuviku og
106 dollara (690 kr.) fyrir 30
stunda næturvinnu á viku. Áð-
ur voru launin 85,50 og 91 doll-
ar. Atvinnurekendur neituðu að