Úrval - 01.02.1949, Síða 20
18
tjRVAL
arnir límdir á spjald, jafnstórt
síðu blaðsins. Fyrirsagnirnar
voru settar með stærra letri og
ljósmyndir og teikningar voru
límdar á síðuna þar sem það átti
við, og loks var síðan Ijósmynd-
uð. Því næst var búið til mynda-
mót af síðunni á zinkplötu og
zinkplatan síðan þvinguð utan
um sívalninginn í hverfipress-
unni (offset) og loks prentuð.
Takið eftir hvað skeð hefur:
vélsetningu og umbroti (niður-
röðun lína, f yrirsagna og mynda-
móta í síðu hefur verið sleppt.
Vélsetjarar eru óþarfir, hvaða
vélritunarstúlka sem er, getur
skrifað á Vari-Type-vélina. Vél-
ritunarstúlkur blaðsins Chicago
Tribune voru látnar vélrita allt
blaðið.
En auðvitað hefur þetta
fyrsta blað komið lesendunum
ókunnuglega fyrir sjónir. Fyrir-
sagnirnar voru eins og ven julega,
en meginmálið var með ritvéla-
letri, og bókstafirnir voru all-
miklu stærri en venjulegt dag-
blaðsletur. Enda varð raunin sú,
að menn voru tregir til að kaupa
blaðið.
Útgefendurnir lögðu sig alla
fram að ráða bót á helztu göll-
unum. Fyrst voru það vinnuaf-
köstin. Það var seinlegra að
framleiða svona blað. Allar
greinar urðu að vera tilbúnar
fyrr. Nýjustu fréttir var ekki
hægt að taka með. Það eitt var
auðvitaðnægilegttil að gerasér-
hvern blaðamann gráhærðan. En
þá kom nýr aðili — í þetta skipti
nýtt efni — fram á sviðið.
Það var magnesíumplatan.
Hingað til hafði alltaf verið not-
að zink eða kopar við blaða-
prentun. Menn höfðu látið sér
til hugar koma, að nota mætti
magnesíum, og verksmiðjan
Dow Chemical Company hafði
gert tilraunir í þá átt, en góð-
ur árangur hafði ekki náðzt fyrr
en í júlí í fyrra. Blað í Lees-
burg í Flórída hafði reynt mag-
nesíumplötur með ágætum ár-
angri. Tvö blöð í Chicago gripu
nú til hennar og þar með hafði
magnesium öðlazt sitt hlutverk
í byltingunni.
Með því að nota magnesium-
plötur, mátti komast hjá mikilli
ætingu. Fimmtán mínútur spör-
uðust við þessa aðferð — nú var
hægt að framkalla heila síðu á
magnesíumplötu á 45 mínútum
í stað klukkutíma áður. Og hið
nýja efni reyndist hafa marga
fleiri kosti. Magnesíum er mjög
létt. Venjuleg fastaletursplata
(stereotypi) vóg 23 kg; úr mag-