Úrval - 01.02.1949, Side 73

Úrval - 01.02.1949, Side 73
PSYKOSÓMATlSK LÆKNISFRÆÐI 71 Tveir amerískir læknar full- yrða, að um þriðjungur allra sjúklinga, sem leita til lækna, geti ekki kennt líkamlegum (organískum) truflunum um þjáningar sínar. Þeir þjást af hinum svonefndu starfrænu sjúkdómurn. Annar þriðjungur þjáist af sjúkdómum, sem eigi sér bæði sálrænar og líkamleg- ar orsakir. Það er einmitt þetta vanda- mál, sambandið milli sálar og líkama, þegar um er að ræða orsakir sjúkdóma, sem psyko- sómatíska Iæknisfræðin fæst við. Fylgjendur hennar álíta ekki, að sjúkdómsorsaka sé annað hvort að leita í sál eða líkama, þeir líta á sjúklinginn sem mann, en ekki safn líffæra. Það voru tvö af mikilmenn- um læknisfræðinnar á öldinni sem leið, Pasteur og Virchow, sem áttu upptökin að hinni ströngu aðgreiningu á sál og líkama, þegar um er að ræða sjúkdóma og meðferð þeirra. Pasteur sýndi fram á, að ýms- ir sjúkdómar eru af völdum á- kveðinna baktería, og Virchow sýndi fram á, að margskonar sjúklegt ástand er samfara breytingum á frumum líkam- ans. Fyrir áhrif þessara tveggja manna fór læknisfræðin að tak- marka leit sína að sjúkdóms- orsökunum við líkamann einan, og þetta sjónarmið ræður enn mestu í hugsanagangi flestra lækna. En til voru þó menn, sem vildu ekki trúa því, að líkami og sál væru óháð hvort öðru. Einn þessara manna var skurðlæknir í amerísku hernum, William Beaumont. Árið 1822 kom til hans veiðimaður, sem hafði særzt af byssuskoti. Skotið hafði rifið hann á hol og sett gat á magann. Þótt undarlegt sé, hélt veiðimaðurinn lífi, og Beau- mont hóf tilraunir og athugan- ir á manninum, og hélt þeim áfram í 8 ár. Gegnum „glugg- ann“ sem skotið hafði gert á kviðarholið, gat læknirinn séð, hvernig maginn starfaði — hvernig hann brást við hinum ýmsu matartegundum, hreyfing- ar hans og myndun magasafns, og áhrif geðshræringa á melt- inguna. Röskum hundrað árum seinna fékk Harold Wolff læknir tæki- færi til að endurtaka tilraunir Beaumonts læknis. Hann fékk sjúkling, sem hafði brennt á sér vélindað, svo að það greri sam- an og lokaðist, og varð að gera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.