Úrval - 01.02.1949, Page 73
PSYKOSÓMATlSK LÆKNISFRÆÐI
71
Tveir amerískir læknar full-
yrða, að um þriðjungur allra
sjúklinga, sem leita til lækna,
geti ekki kennt líkamlegum
(organískum) truflunum um
þjáningar sínar. Þeir þjást af
hinum svonefndu starfrænu
sjúkdómurn. Annar þriðjungur
þjáist af sjúkdómum, sem eigi
sér bæði sálrænar og líkamleg-
ar orsakir.
Það er einmitt þetta vanda-
mál, sambandið milli sálar og
líkama, þegar um er að ræða
orsakir sjúkdóma, sem psyko-
sómatíska Iæknisfræðin fæst við.
Fylgjendur hennar álíta ekki, að
sjúkdómsorsaka sé annað hvort
að leita í sál eða líkama, þeir
líta á sjúklinginn sem mann, en
ekki safn líffæra.
Það voru tvö af mikilmenn-
um læknisfræðinnar á öldinni
sem leið, Pasteur og Virchow,
sem áttu upptökin að hinni
ströngu aðgreiningu á sál og
líkama, þegar um er að ræða
sjúkdóma og meðferð þeirra.
Pasteur sýndi fram á, að ýms-
ir sjúkdómar eru af völdum á-
kveðinna baktería, og Virchow
sýndi fram á, að margskonar
sjúklegt ástand er samfara
breytingum á frumum líkam-
ans. Fyrir áhrif þessara tveggja
manna fór læknisfræðin að tak-
marka leit sína að sjúkdóms-
orsökunum við líkamann einan,
og þetta sjónarmið ræður enn
mestu í hugsanagangi flestra
lækna.
En til voru þó menn, sem vildu
ekki trúa því, að líkami og sál
væru óháð hvort öðru. Einn
þessara manna var skurðlæknir
í amerísku hernum, William
Beaumont. Árið 1822 kom til
hans veiðimaður, sem hafði
særzt af byssuskoti. Skotið
hafði rifið hann á hol og sett
gat á magann. Þótt undarlegt sé,
hélt veiðimaðurinn lífi, og Beau-
mont hóf tilraunir og athugan-
ir á manninum, og hélt þeim
áfram í 8 ár. Gegnum „glugg-
ann“ sem skotið hafði gert á
kviðarholið, gat læknirinn séð,
hvernig maginn starfaði —
hvernig hann brást við hinum
ýmsu matartegundum, hreyfing-
ar hans og myndun magasafns,
og áhrif geðshræringa á melt-
inguna.
Röskum hundrað árum seinna
fékk Harold Wolff læknir tæki-
færi til að endurtaka tilraunir
Beaumonts læknis. Hann fékk
sjúkling, sem hafði brennt á sér
vélindað, svo að það greri sam-
an og lokaðist, og varð að gera