Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 82
80
ÚRVAL
Klukkan 11,15 fór ég inn í
næsta veitingahús. Ég hellti í
mig fjórum glösum af gin,
hverju á fætur öðru, án þess að
hugsa frekar um það, og fór
aftur á skrifstofuna klukkan
11,30. Ég var mjög einbeittur
við manninn. Ég hafði fengið
kjark til þess. I fjóra daga var
ég drukkinn. Ég hafði ágætt
lag á að leyna því, og enginn
tók eftir því, en síðasta daginn
vissi ég ekki einu sinni, að ég
hafði verið á skrifstofunni.
Konan mín sagði mér það
seinna.
Fjórða daginn — eða réttara
sagt fjórðu nóttina — fór ég
dauðadrukkinn í rúmið. Ég
vaknaði um tvöleytið skjálfandi
á beinunum. Ég lá vakandi fram
á morgun, og þá gat ég ekki af-
borið líðanina lengur. Ég bað
konuna mína að hringja í einn
vin minn úr hópi „F.N.Á.“,
mann sem ég hafði einu sinni
hjálpað. Hann kom strax og
yfirgaf mig ekki allan daginn.
Ég fékk mér ekki „afstramm-
ara“, og ég hef ekki bragðað
áfengi síðan. Daginn eftir fór
ég ekki til vinnu. Nú er ég hætt-
ur að segja: ,,Ég ætla aldrei að
bragða áfengi framar." Ég veit,
að það getur komið fyrir hvaða
dag sem er. Ég segi með vax-
andi sjálfstrausti: „Ég ætla
ekki að bragða áfengi í dag.“
Og þannig líður tíminn, dag-
arnir verða að vikum og vikurn-
ar að mánuðum. I hvert sinn
sem ég hjálpa öðrum, legg ég
stein í varnarvirki sjálfs mín.
Sykursýkissjúklingur borðar
ekki sykur. Og hann mundi enn
síður gera það, ef hann vissi,
að með því að bragða eina skeið
vekti hann hjá sér svo sterka
löngun í sykur, að hann gæti
ekki hætt fyrr en hann hefði
lokið við fullt sykurkar. Áfengi
hefur þannig áhrif á ofdrykkju-
manninn. Þessvegna má of-
drykkjumaðurinn aldrei bragða
áfengi. Hann þjáist af ólækn-
andi sjúkdómi, og hið eina sem
hann getur gert, er að haga
lífi sínu í samræmi við það. Með
hjálp „Nafnlausra áfengissjúkl-
inga“ getur hann — og
á hann — að hagnýta sem
bezt hið mikla sem óspillt er í
honum af völdum sjúkdómsins,
í skýrri vitund þess, að með
því að verja sjálfan sig gegn
drykkjusýkinni er hann að
hjálpa öðrum drykkjusjúkling-
um til heilsu.