Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 82

Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 82
80 ÚRVAL Klukkan 11,15 fór ég inn í næsta veitingahús. Ég hellti í mig fjórum glösum af gin, hverju á fætur öðru, án þess að hugsa frekar um það, og fór aftur á skrifstofuna klukkan 11,30. Ég var mjög einbeittur við manninn. Ég hafði fengið kjark til þess. I fjóra daga var ég drukkinn. Ég hafði ágætt lag á að leyna því, og enginn tók eftir því, en síðasta daginn vissi ég ekki einu sinni, að ég hafði verið á skrifstofunni. Konan mín sagði mér það seinna. Fjórða daginn — eða réttara sagt fjórðu nóttina — fór ég dauðadrukkinn í rúmið. Ég vaknaði um tvöleytið skjálfandi á beinunum. Ég lá vakandi fram á morgun, og þá gat ég ekki af- borið líðanina lengur. Ég bað konuna mína að hringja í einn vin minn úr hópi „F.N.Á.“, mann sem ég hafði einu sinni hjálpað. Hann kom strax og yfirgaf mig ekki allan daginn. Ég fékk mér ekki „afstramm- ara“, og ég hef ekki bragðað áfengi síðan. Daginn eftir fór ég ekki til vinnu. Nú er ég hætt- ur að segja: ,,Ég ætla aldrei að bragða áfengi framar." Ég veit, að það getur komið fyrir hvaða dag sem er. Ég segi með vax- andi sjálfstrausti: „Ég ætla ekki að bragða áfengi í dag.“ Og þannig líður tíminn, dag- arnir verða að vikum og vikurn- ar að mánuðum. I hvert sinn sem ég hjálpa öðrum, legg ég stein í varnarvirki sjálfs mín. Sykursýkissjúklingur borðar ekki sykur. Og hann mundi enn síður gera það, ef hann vissi, að með því að bragða eina skeið vekti hann hjá sér svo sterka löngun í sykur, að hann gæti ekki hætt fyrr en hann hefði lokið við fullt sykurkar. Áfengi hefur þannig áhrif á ofdrykkju- manninn. Þessvegna má of- drykkjumaðurinn aldrei bragða áfengi. Hann þjáist af ólækn- andi sjúkdómi, og hið eina sem hann getur gert, er að haga lífi sínu í samræmi við það. Með hjálp „Nafnlausra áfengissjúkl- inga“ getur hann — og á hann — að hagnýta sem bezt hið mikla sem óspillt er í honum af völdum sjúkdómsins, í skýrri vitund þess, að með því að verja sjálfan sig gegn drykkjusýkinni er hann að hjálpa öðrum drykkjusjúkling- um til heilsu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.