Úrval - 01.02.1949, Síða 113
FHÆÐSLA í FEIMNISMÁLUM
111
varalaust í fang hans og þrýsti
honum að sér.
*
Ég var saklaus, eins og það
var kallað í þann tíð. Með öðr-
um orðum, ég þekkti eins lítið
til karlmanna og foreldrar mín-
ir gátu frekast komizt af
með að segja mér. En ég
var nógu gömul til að skilja,
hvað þessi svipur þýddi. Og
mér brá, þegar ég sá hann.
En auðvitað var aðalatriðið
þetta hryllilega ör á andliti hans,
svona rétt við andlit mitt —
rakt munnvikið og ranghverft
augað, svo að sá í rauða slím-
húð augnaloksins —.
Mér varð svo illt við að sjá
þetta, að ég reif mig lausa af
öllum kröftum, — ég reif nærri
því af mér aðra kjólermina og
ýlfraði eins og villiköttur. Og
svo tók ég á rás. Ég hljóp eins
og ég ætti lífið að leysa. And-
artaki síðar var ég komin út
af akrinum, rétt hjá húsinu okk-
ar. Ég hafði sennilega aldrei
verið nerna nokkur fet frá því.
Og svo leið yfir mig. Það var
alltaf að líða yfir okkur stúlk-
urnar; lífstykkin okkar voru svo
þröng, býst ég við, og svo —
ó, heilmikið uppnám.
En að minnsta kosti,“ sagði
hún að lokum og tók aftur
að sauma með öruggri hendi,
,,sagði ég aldrei neinum frá,
að það var Malcolm frændi,
sem ég hitti á akrinum. Ég
sagði gömíu frænku minni, að
„karlmaður hefði hrætt mig“.
Og enginn minntist einu orði á
það við mig síðan. Þannig hegð-
aði fólk sér í þá daga. Það hugs-
aði sem svo, að ef það kannað-
ist ekki við eitthvað, þá hefði
það ekki gerzt. Ég var strax
send heim og Malcolm hélt á-
fram að vera prestur í þorpinu.
Ég hef alltaf verið hálfstolt yf-
ir því,“ sagði Minnie frænka, „að
ég skyldi ekki eyðileggja líf
manns fyrir augnabliks hrösun.
Ef hægt er að kalla það því nafni.
Því það heföi eyðilagt líf hans.
Þið vitið, hvað fólk er miskunn-
arlaust gagnvart hrösun ann-
arra. Ef ég hefði komið upp um
hann, hefði enginn maður í
þorpinu vorkennt honum eða
tekið málstað hans. Enginn hefði
reynt að skilja hann. Ein hrös-
un, einu sinni, hefði nægt til
þess, að hann hefði verið troð-
inn niður í svaðið. Ef ég hefði
komið upp um hann, myndi ég
hafa haft af því hugarangur
seinna — þegar ég var orðin
skynsamari. Ég segi það satt,